Falinn demantur við Hafnarfjarðarhöfn

Nýr veitingastaður, Sól, opnaði í vikunni við Óseyrarbraut í Hafnarfirði …
Nýr veitingastaður, Sól, opnaði í vikunni við Óseyrarbraut í Hafnarfirði og má með sanni segja að staðurinn sé falinn demantur við Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Nýr veitingastaður, Sól, opnaði í vikunni við Óseyrarbraut í Hafnarfirði og má með sanni segja að staðurinn sé falinn demantur við Hafnarfjarðarhöfn. Það er án ef hægt að segja að þetta sé einn fallegustu veitingastöðum landsins. Hann er staðsettur inni í lifandi gróðurhúsi þar sem gestir borða yfir blómlegri og gróskumikilli uppskeru.

Útsýnið eins og lifandi málverk

Staðurinn er staðsettur í einstöku umhverfi á miðju athafnasvæði hafnarinnar með útsýni yfir Hvaleyrina. Gestir fá því að njóta útsýnis yfir gróðurhúsið þar sem ræktað er salat, tómatar, gúrkur og matjurtir fyrir eldhúsið og barinn. Ásamt því að litið er inn í fagurt lónið, svo það er himneskt útsýni hvert sem litið er, líkt og lifandi málverk. Áherslan í matargerðinni er metnaðarfull og notast er við ferskasta hráefnið sem völ er á að hverju sinni, þar á meðal grænmeti úr eigin framleiðslu sem gefur gestum beina tengingu við gróðurhúsið.

Þegar inn er komið fangar hönnunin á staðnum augun og í raun öll skilningarvitin, Hönnunin einstök þar sem sambland af grænum jurtum, náttúrustein og lifandi viður spila stærstan þáttinn og býr til náttúrlegt og afslappað andrúmsloft sem eru engu líkt. Að borða á stað sem þessum býður upp á magnaða matarupplifun sem er innblásin af náttúrufegurð og rómantík sem lætur engan ósnortin.

Gestirnir dolfallnir yfir fegurðinni

Í tilefni að opnunin var boðið til opnunarteitis þar sem gestir fengu að njóta ljúffengra kræsinga og náttúrufegurðar sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Gestirnir voru alveg dolfallnir yfir fegurðinni og mátti sjá geislandi bros á hverju andliti. Meðal gesta sem fögnuðu opnunni voru Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæja og eiginmaður hennar Jónas Sigurgeirsson, Heiðrún Lind Marteinsdótir og Hjörvar Hafliðason svo fátt sé nefnt. 

Við munum fjalla nánar um þennan nýja veitingastað, Sól, á næstu dögum.

Sjáið myndirnar!

Rósa Guðbjartsdóttir fagnaði með ljúffengum drykk.
Rósa Guðbjartsdóttir fagnaði með ljúffengum drykk. mbl.is/Árni Sæberg
Eigendur veitingastaðarins Sólar, Guðrún Auður Böðvarsdóttir, Brjánn Guðjónsson, Björk Bjarnadóttir …
Eigendur veitingastaðarins Sólar, Guðrún Auður Böðvarsdóttir, Brjánn Guðjónsson, Björk Bjarnadóttir og Sölvi Steinar Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg
Hjörvar Hafliiðason, Jónas Sigurgeirsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Hjörvar Hafliiðason, Jónas Sigurgeirsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Guðmundur Birkir Pálmasson og Lína Birgitta Sigurðardóttir.
Guðmundur Birkir Pálmasson og Lína Birgitta Sigurðardóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Atli Viðar Björnsson, Brjánn Guðjónsson, einn eiganda staðarins og Eva …
Atli Viðar Björnsson, Brjánn Guðjónsson, einn eiganda staðarins og Eva Þórunn Vignisdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Mögnuð upplifun og sitja yfir ræktuninni að njóta.
Mögnuð upplifun og sitja yfir ræktuninni að njóta. mbl.is/Árni Sæberg
Boðið var upp á girnilegar kræsingar meðal annars úr grænmeti …
Boðið var upp á girnilegar kræsingar meðal annars úr grænmeti úr eigin framreiðslu veitingastaðarins. mbl.is/Árni Sæberg
Ýmis konar smakkréttir voru í boði.
Ýmis konar smakkréttir voru í boði. mbl.is/Árni Sæberg
Margt var um manni á opnuninni.
Margt var um manni á opnuninni. mbl.is/Árni Sæberg
Hönnunin er einstök á staðnum.
Hönnunin er einstök á staðnum. mbl.is/Árni Sæberg
Kokkateymið sá um að gleðja bragðlauka gestanna.
Kokkateymið sá um að gleðja bragðlauka gestanna. mbl.is/Árni Sæberg
Boðið var upp á litríka og fallega kokteila.
Boðið var upp á litríka og fallega kokteila. mbl.is/Árni Sæberg
Barinn í miðju gróðurhúsinu.
Barinn í miðju gróðurhúsinu. mbl.is/Árni Sæberg
Guðrún Auður Böðvarsdóttir og Brjánn Guðjónsson í góðum félagsskap.
Guðrún Auður Böðvarsdóttir og Brjánn Guðjónsson í góðum félagsskap. mbl.is/Árni Sæberg
Kleinur voru líka í boði.
Kleinur voru líka í boði. mbl.is/Árni Sæberg
Augnakonfekt.
Augnakonfekt. mbl.is/Árni Sæberg
Bros mátti sjá á hverju andliti.
Bros mátti sjá á hverju andliti. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert