Gabríel kann að gera trufflugott sem þú getur leikið eftir

Gabríel Kristinn Bjarnason heldur áfram að fara á kostum og …
Gabríel Kristinn Bjarnason heldur áfram að fara á kostum og kennir fylgjendum sínum að gera tiramísu trufflur á leikandi léttan hátt. Samsett mynd

Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son mat­reiðslumaður og landsliðskokk­ur fór á kost­um í sum­ar­frí­inu sínu á Spáni þar sem hann töfraði fram synd­sam­lega ljúf­fenga rétti á einfaldan máta og riggaði upp matarveislu sem allir ráða við og deildi með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Nú er Gabríel kominn heim til Íslands og dottinn beint í trufflugírinn en hann deildi með fylgjendum sínum myndbandi þar sem hann galdrar fram tiramísú-trufflur á fáranlega einfaldan máta.

Nú er bara að vinda sér í trufflugerð og heilla matargestina upp úr skónum með dýrindis tiramísú-trufflum í eftirrétt. Sjáið hvernig Gabríel gerir trufflur.

Tiramísú- trufflur

  • 24 stk. frúarfingur eða ladyfingers
  • 200 g rjómaostur
  • 40 g flórsykur
  • 60 g sterkt espresso
  • 1 skot kaffilíkjör
  • 1 tsk. salt
  • Kakóduft til að rúlla kúlum í

Aðferð:

  1. Byrjið á því að taka til matvinnsluvél, setjið frúarfingurna ofan í og vinnið í gróft duft.
  2. Setjið rjómaostinn í skál og þeytið vel með pískara þangað til hann verður silkimjúkur.
  3. Blandið næst við kaffi, líkjöri og flórsykri.
  4. Bætið frúarfingraduftinu saman við og blandið með sleikju.
  5. Setjið blönduna í kæli í um það bil klukkustund.
  6. Búið til litlar kúlur úr deiginu og veltið þeim síðan upp úr kakóduftinu.
  7. Raðið fallega á disk og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert