Arnar er tilbúinn með vikumatseðilinn fyrir hlaupið

Arnar Pétursson hlaupari býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni.
Arnar Pétursson hlaupari býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. mbl.is/Eyþór Árnason

Hlauparinn  og fjölskyldufaðirinn Arnar Pétursson á heiður af vikumatseðlinum að þessu sinni sem afar viðeigandi í tilefni þess að Reykjavíkurmaraþonið er framundan á laugardaginn næstkomandi 24. ágúst.

Arnar er reynslumikill hlaupari og hefur afrekað á mikið á því sviði. Hann hefur 64 sinnum orðið Íslandsmeistari í hlaupum auk þess sem hann skrifaði Hlaupabókina sína árið 2019. Hann er hlaupaþjálfari að segir að honum finnist hvað skemmtilegast að aðstoða aðra í að lifa betra lífi og svo að afreka eitthvað sjálfur.

Arnar hefur yfirgrips mikla reynslu að því að hlaupa og …
Arnar hefur yfirgrips mikla reynslu að því að hlaupa og gefur einnig góð ráð þegar að kemur að næringu fyrir og eftir hlaup. mbl.is/Eyþór Árnason

Skiptir mestu máli að borða sem fer vel í magann á þér

Hann ætlar að hlaupa hálft maraþon í ár en hefur annars alltaf hlaupið maraþonið þar sem sem það hefur einnig verið Íslandsmótið í leiðinni. Arnar  er hokinn reynslu þegar kemur að því að taka þátt í hlaupinu og veit því vel hversu miklu máli skiptir að huga að mataræðinu, bæði fyrir og eftir hlaup.

Fyrir hlaup skiptir mestu máli að borða það sem fer vel í magann á þér. Þetta getur verið mjög einstaklingsbundið en persónulega fíla ég best brauð með smjöri, avókadó og sultu með smá salti yfir. Þarna er ég með kolvetni, holla fitu og svo steinefni til að passa upp á að líkaminn hafi allt sem hann þarf fyrir hlaupin. Til hliðar hef ég oft bláber og jarðarber. Ég er einmitt mjög stoltur af því að hafa búið til samloku og djús fyrir Lemon sem stendur nú öllum til boða og er hugsað sem toppnæring fyrir æfingar. Þá er samlokan með þeyttu smjöri, avókadó, sultu og salti og við tókum berin og settum þau í nýjan djús sem heitir Berry bliss og samlokan Butterfly,“ segir Arnar.

„Eftir hlaup er þetta töluvert öðruvísi hvað varðar matinn. Þá erum við að hugsa um að fá prótein til að byggja okkur aftur upp og svo auðvitað kolvetni og vatn til að geta flutt alla næringuna um líkamann. Ég fæ mér alltaf eitthvað próteinríkt eins og Hleðslu eða skyr beint eftir æfingu og svo er gott að hafa banana og hálfan líter af vatni með sér, oftast blanda ég steinefnum eins og Effer-Hydrate við vatnið til að passa upp á að allt sé upp á tíu, bætir Arnar við.

Þegar kemur að því að borða fyrir hlaup og hvenær mælir Arnar með því að hafa einhverskonar kolvetni í matnum og segir að andoxunarefni í berjum séu líka góð til að innbyrða og borða minnst klukkutíma fyrir hlaup. „Avókadó er algjört súperfæði að mínu mati og ef við eigum til að svitna mikið eru vatnsmelónur góður kostur upp á að fylla á vatnsbirgðirnar. Best er að borða allavega klukkutíma fyrir upphitun en þetta er mjög mismunandi milli einstaklinga.“

Arnar segir skipta miklu máli að vita hvað fer vel …
Arnar segir skipta miklu máli að vita hvað fer vel á magann fyrir hlaup og það sé mjög einstaklingsbundið. mbl.is/Eyþór Árnason

Mistök að geyma kolvetnaneyslu eftir hlaup

Hvað eru algengustu mistökin sem fólk gerir þegar kemur að næringu fyrir og eftir hlaup?

„Fyrir hlaup viljum við ekki vinna mikið með kjöt eða grænmeti eða of miklar trefjar, þá fara mjólkurvörur ekki vel í alla fyrir hreyfingu. Eftir hlaup eru mikil mistök að geyma kolvetnaneyslu nema við séum á sérstöku mataræði til að vinna í þyngdarstjórnun. Ef við ætlum að ná miklum árangri er það prótein, vatn og kolvetni.“

Skiptir máli að undirbúa sig tímanlega þegar kemur að mataræði fyrir hlaup?

„Persónulega borða ég bara matartegundir sem ég veit að fara alltaf vel í magann þegar það eru 24 klukkustundir í hlaup. Þá minnka ég líkurnar á að eitthvað fari úrskeiðis,“ segir Arnar og þá kemur aftur að því að vita vel hvað fer vel í magann og hvað ekki.

Borða samlokuna mína fyrir hlaup

„Fyrir hlaup er það samlokan mín, brauð, avókadó, smjör og sulta með salti yfir. Borða þetta svona 300 sinnum á ári og hef ekki ennþá fengið leið á. Ber og vatnsmelóna til hliðar er svo gott ef ég vil narta á einhverju fleira. Eftir hlaup er ég ekki með mestu matarlyst í heimi, finnst eiginlega best að fá mér bara Hleðslu, svo ferskan blandaðan ávaxtadjús á Lemon. Síðar um kvöldið er það nautasteik með bernaise að hætti pabba en hann er einhver besti kokkur sem ég veit um, svo er hann mjög myndarlegur líka,“ segir Arnar og hlær.

Arnar er búinn að setja saman draumavikumatseðilinn sinn fyrir lesendur Matarvefsins og vonar að sem flestir taki þátt í hlaupinu á laugardaginn, hvors sem það er að hlaupa eða vera í hvatningarliðinu. „Annars óska ég öllum góðs gengis í Reykjavíkurmaraþoninu og hvet sem flesta hlaupara að nýta formið og mæta líka í Hleðslu hlaupi sem er fimmtudaginn eftir Reykjavíkurmaraþonið,“ segir Arnar að lokum og er orðinn spenntur að taka þátt.

Þeir sem vilja fylgjast meira með Arnari og því sem hann er að gera þá er hægt að skoða Instagrammið hans hér eða fara inn á heimasíðuna hans hér  en þar er allskonar fróðleikur og hlaupaprógröm sem hægt er að kíkja á.

Mánudagur - Risarækjutaco

„Ég verð að setja rækjutaco inn í matseðilinn. Sara gerir fáránlega gott taco og ég held ég myndi bjóða góðum vini mínum Doctor Victor í mat þennan mánudaginn.“

Þriðjudagur – Ofnbakaður fiskur

„Á þriðjudögum er fjöllumatur hjá tengdó og Þurí talar mikið um ágæti fisks þannig þetta segir sig sjálft. Nauðsynlegt að hafa fisk einu sinni í viku.“

Miðvikudagur – Quesadillas með pestó, fetaosti og parmaskinku

„Ég er mikið fyrir mexíkóska matarlyst enda nóg af kolvetnum þarna til að fylla á tankinn.“

Fimmtudagur – Vegan lasanja

„Jóna Þórey systir mín myndi vera sátt með þetta og jafnvel að hún fengi boð í svona veislu. Lasanja er líka einn af þessum réttum sem er betri daginn eftir. Ég er sjálfur algjör afgangaæta og vil helst ekki henda neinum mat.“

Föstudagur – Pítsa með beikoni, döðlum og gráðosti

„Klassískt að fá föstudagspítsuna, myndi reyndar geyma gráðaostinn en beikon og döðlur hljóma vel.“

Laugardagur – Enchilladas bomba með fersku salsa

„Það eru oftast erfiðar gæðaæfingar á laugardögum og þá þarf að borða vel. Þetta minnir mig á matarboð í Mammoth Lakes í Bandaríkjunum þar sem enchiladas voru reglulega á boðstólum.“

Sunnudagur – Klassískt lambalæri með öllu tilheyrandi

„Hérna myndi ég reyna að semja við pabba um að aðstoða mig í eldhúsinu og loksins bjóða þeim í sunnudagsmat en það er hefð að fara í sunnudagsmat hjá þeim þar sem stundum mæta 15 manns.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert