Arnar er tilbúinn með vikumatseðilinn fyrir hlaupið

Arnar Pétursson hlaupari býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni.
Arnar Pétursson hlaupari býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. mbl.is/Eyþór Árnason

Hlaup­ar­inn  og fjöl­skyldufaðir­inn Arn­ar Pét­urs­son á heiður af vikumat­seðlin­um að þessu sinni sem afar viðeig­andi í til­efni þess að Reykja­vík­ur­m­araþonið er framund­an á laug­ar­dag­inn næst­kom­andi 24. ág­úst.

Arn­ar er reynslu­mik­ill hlaup­ari og hef­ur af­rekað á mikið á því sviði. Hann hef­ur 64 sinn­um orðið Íslands­meist­ari í hlaup­um auk þess sem hann skrifaði Hlaupa­bók­ina sína árið 2019. Hann er hlaupaþjálf­ari að seg­ir að hon­um finn­ist hvað skemmti­leg­ast að aðstoða aðra í að lifa betra lífi og svo að af­reka eitt­hvað sjálf­ur.

Arnar hefur yfirgrips mikla reynslu að því að hlaupa og …
Arn­ar hef­ur yf­ir­grips mikla reynslu að því að hlaupa og gef­ur einnig góð ráð þegar að kem­ur að nær­ingu fyr­ir og eft­ir hlaup. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Skipt­ir mestu máli að borða sem fer vel í mag­ann á þér

Hann ætl­ar að hlaupa hálft maraþon í ár en hef­ur ann­ars alltaf hlaupið maraþonið þar sem sem það hef­ur einnig verið Íslands­mótið í leiðinni. Arn­ar  er hok­inn reynslu þegar kem­ur að því að taka þátt í hlaup­inu og veit því vel hversu miklu máli skipt­ir að huga að mataræðinu, bæði fyr­ir og eft­ir hlaup.

Fyr­ir hlaup skipt­ir mestu máli að borða það sem fer vel í mag­ann á þér. Þetta get­ur verið mjög ein­stak­lings­bundið en per­sónu­lega fíla ég best brauð með smjöri, avóka­dó og sultu með smá salti yfir. Þarna er ég með kol­vetni, holla fitu og svo steinefni til að passa upp á að lík­am­inn hafi allt sem hann þarf fyr­ir hlaup­in. Til hliðar hef ég oft blá­ber og jarðarber. Ég er ein­mitt mjög stolt­ur af því að hafa búið til sam­loku og djús fyr­ir Lemon sem stend­ur nú öll­um til boða og er hugsað sem topp­nær­ing fyr­ir æf­ing­ar. Þá er sam­lok­an með þeyttu smjöri, avóka­dó, sultu og salti og við tók­um ber­in og sett­um þau í nýj­an djús sem heit­ir Berry bliss og sam­lok­an Butterfly,“ seg­ir Arn­ar.

„Eft­ir hlaup er þetta tölu­vert öðru­vísi hvað varðar mat­inn. Þá erum við að hugsa um að fá prótein til að byggja okk­ur aft­ur upp og svo auðvitað kol­vetni og vatn til að geta flutt alla nær­ing­una um lík­amann. Ég fæ mér alltaf eitt­hvað prótein­ríkt eins og Hleðslu eða skyr beint eft­ir æf­ingu og svo er gott að hafa ban­ana og hálf­an líter af vatni með sér, oft­ast blanda ég steinefn­um eins og Ef­fer-Hydra­te við vatnið til að passa upp á að allt sé upp á tíu, bæt­ir Arn­ar við.

Þegar kem­ur að því að borða fyr­ir hlaup og hvenær mæl­ir Arn­ar með því að hafa ein­hvers­kon­ar kol­vetni í matn­um og seg­ir að andoxun­ar­efni í berj­um séu líka góð til að inn­byrða og borða minnst klukku­tíma fyr­ir hlaup. „Avóka­dó er al­gjört súper­fæði að mínu mati og ef við eig­um til að svitna mikið eru vatns­mel­ón­ur góður kost­ur upp á að fylla á vatns­birgðirn­ar. Best er að borða alla­vega klukku­tíma fyr­ir upp­hit­un en þetta er mjög mis­mun­andi milli ein­stak­linga.“

Arnar segir skipta miklu máli að vita hvað fer vel …
Arn­ar seg­ir skipta miklu máli að vita hvað fer vel á mag­ann fyr­ir hlaup og það sé mjög ein­stak­lings­bundið. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Mis­tök að geyma kol­vetnaneyslu eft­ir hlaup

Hvað eru al­geng­ustu mis­tök­in sem fólk ger­ir þegar kem­ur að nær­ingu fyr­ir og eft­ir hlaup?

„Fyr­ir hlaup vilj­um við ekki vinna mikið með kjöt eða græn­meti eða of mikl­ar trefjar, þá fara mjólk­ur­vör­ur ekki vel í alla fyr­ir hreyf­ingu. Eft­ir hlaup eru mik­il mis­tök að geyma kol­vetnaneyslu nema við séum á sér­stöku mataræði til að vinna í þyngd­ar­stjórn­un. Ef við ætl­um að ná mikl­um ár­angri er það prótein, vatn og kol­vetni.“

Skipt­ir máli að und­ir­búa sig tím­an­lega þegar kem­ur að mataræði fyr­ir hlaup?

„Per­sónu­lega borða ég bara mat­ar­teg­und­ir sem ég veit að fara alltaf vel í mag­ann þegar það eru 24 klukku­stund­ir í hlaup. Þá minnka ég lík­urn­ar á að eitt­hvað fari úr­skeiðis,“ seg­ir Arn­ar og þá kem­ur aft­ur að því að vita vel hvað fer vel í mag­ann og hvað ekki.

Borða sam­lok­una mína fyr­ir hlaup

„Fyr­ir hlaup er það sam­lok­an mín, brauð, avóka­dó, smjör og sulta með salti yfir. Borða þetta svona 300 sinn­um á ári og hef ekki ennþá fengið leið á. Ber og vatns­mel­óna til hliðar er svo gott ef ég vil narta á ein­hverju fleira. Eft­ir hlaup er ég ekki með mestu mat­ar­lyst í heimi, finnst eig­in­lega best að fá mér bara Hleðslu, svo fersk­an blandaðan ávaxta­djús á Lemon. Síðar um kvöldið er það nauta­steik með bernaise að hætti pabba en hann er ein­hver besti kokk­ur sem ég veit um, svo er hann mjög mynd­ar­leg­ur líka,“ seg­ir Arn­ar og hlær.

Arn­ar er bú­inn að setja sam­an drauma­vikumat­seðil­inn sinn fyr­ir les­end­ur Mat­ar­vefs­ins og von­ar að sem flest­ir taki þátt í hlaup­inu á laug­ar­dag­inn, hvors sem það er að hlaupa eða vera í hvatn­ing­arliðinu. „Ann­ars óska ég öll­um góðs geng­is í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu og hvet sem flesta hlaup­ara að nýta formið og mæta líka í Hleðslu hlaupi sem er fimmtu­dag­inn eft­ir Reykja­vík­ur­m­araþonið,“ seg­ir Arn­ar að lok­um og er orðinn spennt­ur að taka þátt.

Þeir sem vilja fylgj­ast meira með Arn­ari og því sem hann er að gera þá er hægt að skoða In­sta­grammið hans hér eða fara inn á heimasíðuna hans hér  en þar er allskon­ar fróðleik­ur og hlaupa­pró­gröm sem hægt er að kíkja á.

Mánu­dag­ur - Ris­arækjutaco

„Ég verð að setja rækjutaco inn í mat­seðil­inn. Sara ger­ir fá­rán­lega gott taco og ég held ég myndi bjóða góðum vini mín­um Doctor Victor í mat þenn­an mánu­dag­inn.“

Þriðju­dag­ur – Ofn­bakaður fisk­ur

„Á þriðju­dög­um er fjöllu­mat­ur hjá tengdó og Þurí tal­ar mikið um ágæti fisks þannig þetta seg­ir sig sjálft. Nauðsyn­legt að hafa fisk einu sinni í viku.“

Miðviku­dag­ur – Qu­es­a­dillas með pestó, feta­osti og parma­skinku

„Ég er mikið fyr­ir mexí­kóska mat­ar­lyst enda nóg af kol­vetn­um þarna til að fylla á tank­inn.“

Fimmtu­dag­ur – Veg­an las­anja

„Jóna Þórey syst­ir mín myndi vera sátt með þetta og jafn­vel að hún fengi boð í svona veislu. Las­anja er líka einn af þess­um rétt­um sem er betri dag­inn eft­ir. Ég er sjálf­ur al­gjör af­ganga­æta og vil helst ekki henda nein­um mat.“

Föstu­dag­ur – Pítsa með bei­koni, döðlum og gráðosti

„Klass­ískt að fá föstu­dagspít­suna, myndi reynd­ar geyma gráðaost­inn en bei­kon og döðlur hljóma vel.“

Laug­ar­dag­ur – Enchilla­das bomba með fersku salsa

„Það eru oft­ast erfiðar gæðaæf­ing­ar á laug­ar­dög­um og þá þarf að borða vel. Þetta minn­ir mig á mat­ar­boð í Mammoth Lakes í Banda­ríkj­un­um þar sem enchila­das voru reglu­lega á boðstól­um.“

Sunnu­dag­ur – Klass­ískt lamba­læri með öllu til­heyr­andi

„Hérna myndi ég reyna að semja við pabba um að aðstoða mig í eld­hús­inu og loks­ins bjóða þeim í sunnu­dags­mat en það er hefð að fara í sunnu­dags­mat hjá þeim þar sem stund­um mæta 15 manns.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert