Chuy Zarate, og dóttir hans, Dora Zarate, sem koma alla leið frá San Miguel de Allende í Mexíkó, voru í viðtali um helgina í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, meðal annars í tilefni þess að staðurinn þeirra Fuego Taquería hlaut viðurkenningu fyrir matargerðina hjá Reykjavíkurborg og jafnframt að staðurinn mun opna von bráðar á Akureyri í nýju Mathöllinni Iðunni. En veitingastaðinn má finna í Mathöllinni Hlemmi og Mathöll Galleríi við Hafnartorgi.
„Hugmyndin á bak við Fuego Taquería er að framreiða vinsæl takkó sem eiga uppruna sinn í Mexíkó,“ segir Chuy. Maturinn sé ekta en þau hafi aðlagað matargerðina því sem hentar á Íslandi. Allt er búið til frá grunni, meira að segja sósurnar. Chuy svipti hulunni af tveimur uppskriftum meðal annars þessari guðdómlega góðu salsasósu.
Eitt af því sem helst einkennir mexíkóskan mat er salsasósan. Mismunandi tegundir eru til af salsasósu og er „Picco de Gallo“ (eða „salsa fresco“) ein þeirra. Sósan verður ekki eins maukkennd og Íslendingar kannast við frá krukkunum í búðarhillunum.
Heimalagað „Pico de Gallo“
Aðferð: