Hin eina sanna sjónvarpskaka eins og hún gerist best

Þessi stendur ávallt fyrir sínu, hin eina sanna klassíska sjónvarpskaka.
Þessi stendur ávallt fyrir sínu, hin eina sanna klassíska sjónvarpskaka. Ljósmynd/Albert Eiríks

Hér er á ferðinni uppskrift að hinni einu sönnu sjónvarpsköku eins og hún gerist best. Uppskriftin kemur úr smiðju ástríðubakarans Alberts Eiríkssonar og uppskriftina fékk hann hjá systur sinni Halldóru. Albert heldur úti uppskriftavefnum Albert eldar sem hægt er að finna margar góðar uppskriftir sem gleðja bragðlaukana. Sjónvarpskakan hefur notið mikilla vinsælda á mörgum heimilum og nú þegar haustar er spurning hvort það sé ekki lag að skella í eina sjónvarpsköku og horfa á skemmtilegt sjónvarpsefni með sínum allra bestu og njóta hennar.

Sjónvarpskaka – þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk

Botn

  • 4 egg
  • 300 g sykur (um 1 1/2 b)
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 250 g hveiti (um 1 1/2 b)
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2 dl mjólk
  • 50 g smjör, brætt

Aðferð:

  1. Þeytið saman egg og sykur, bætið við vanillusykri, hveiti lyftidufti, mjólk og smjöri. Smyrjið form og hellið deiginu í.
  2. Bakið við 175°C í um 30 mínútur.
  3. Útbúið kókoskaramelluna á meðan kakan bakast.

Kókoskaramella

  • 125 g smjör
  • 100 g kókosmjöl (1b)
  • 125 g púðursykur (1b)
  • 4 msk. mjólk
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Bræðið saman í potti smjör, kókosmjöl, púðursykur, mjólk og salt.
  2. Hellið yfir kökuna og bakið áfram í um 10 mínútur.
  3. Takið svo út og látið kólna.
  4. Berið fram við gott tækifæri með ykkar bestu og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert