Ella Stína og Haukur hafa sett saman borgara

Elín Kristín Guðmundsdóttir, alla jafna kölluð Ella Stína, og Haukur …
Elín Kristín Guðmundsdóttir, alla jafna kölluð Ella Stína, og Haukur Már Hauksson, betur þekktur sem Haukur á YUZU, hafa sett saman borgara sem hægt nú er að fá á öllum veitingastöðum YUZU. Samsett mynd

Elín Kristín Guðmundsdóttir, alla jafna kölluð Ella Stína, og Haukur Már Hauksson, betur þekktur sem Haukur á YUZU, hafa sett saman borgara sem unninn er úr baunapróteini sem hægt nú er að fá á öllum veitingastöðum YUZU. Þannig að allir grænkerar geta glaðst yfir nýjunginni.

Því ákváðum við að fara í þetta samstarf

„Borgarinn er sérstaklega ljúffengur með sósunum, brauðinu og grænmetinu á YUZU Eftirspurn eftir grænkeramat er alltaf að aukast á veitingastöðum og Haukur á YUZU er ekki þekktur fyrir annað en að velja úrvals hráefni. Kröfur um góð gæði og gott bragð og útkoman er veisla fyrir bragðlaukana,“ segir Ella Stína en hún er drifkrafturinn og eigandi vörumerkisins Ella Stína og bætir við: „Því ákváðum við að fara í samstarf og hafa viðtökur verið gríðarlega góðar og komið helstu kjötætum landsins á óvart hvað mikið hefur selst af borgaranum á fyrstu vikunum.“

Gaman og gefandi að fá að vinna með heimsklassa kokki

Ella Stína segir að það sé einstaklega gaman og gefandi að fá að vinna með heimsklassa kokki eins og Hauki og vera komin í samstarf við hann. „Það eru fleiri nýjungar fram undan hjá okkur á næstu mánuðum. Því það sem við elskum bæði er að borða góðan og næringarríkan mat. Ekki skemmir fyrir að sósurnar og brauðið hjá YUZU eru vegan,“ segir Ella Stína að lokum og horfir björtum augum til framtíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert