Íslandsmeistarinn býður upp á epla- og rabarbarakokteil

Epla- og rabarbarakokteill í boði Íslandsmeistarans í kokteilagerð. Fullkominn til …
Epla- og rabarbarakokteill í boði Íslandsmeistarans í kokteilagerð. Fullkominn til að njóta á menningarnótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hér er á ferðinni skotheldur kokteill fyrir menningarnótt í boði Íslandsmeistarans í kokteilagerð, Grétars Matthíassonar barþjóns hjá Blik Bistró. Þetta er epla- og rabarbarakokteill sem gleður bragðlaukana en núna er síðasta tækifæri að nota rabarbarann úr garðinum.

Það er um að gera að gera vel við sig á menningarnótt og útbúa ljúffenga kokteila og fagna komu haustsins.

Grétar Matthíasson veit fátt skemmtilegra en að vinna bak við …
Grétar Matthíasson veit fátt skemmtilegra en að vinna bak við barborðið og blanda ljúffenga drykki fyrir gesti sína. mbl.is/Árni Sæberg

Epla- og rabarbarakokteill

  • 45 ml gin, Grétar notar oftast Stuðlaberg gin
  • 20 ml rabarbaralíkjör
  • 15 ml limonchello
  • 30 ml heimagert síróp, sjá uppskrift fyrir neðan
  • 15 ml sítrónusafi
  • Klaki eftir smekk
  • Sódavatn, eftir að drykkurinn hefur verið hristur saman og hellt í glas
  • Þunnskornar eplasneiðar eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í kokteilhristara ásamt klaka og hristið vel.
  2. Hellið síðan blöndunni í viskíglas með klaka og fyllið með sódavatni, má setja Sprite ef þið viljið sætari drykk.
  3. Skreytið með þunnskornum eplasneiðum.

Heimagert epla- og rabarbarasíróp

  • 2 rauð epli, skorin í smáa teninga
  • 4 stórir rabarbarastilkar, skornir í teninga
  • 350 g sykur
  • 400 ml vatn
  • ½  vanillustöng
  • ½ sítrónu, börkurinn

Aðferð:

  1. Finnið góðan pott og setjið í hann vatnið og sykurinn.
  2. Bætið síðan eplum og rabarbara, ásamt vanillustönginni og sítrónuberkinum ofan í pottinn og fáið suðuna upp.
  3. Látið sjóða við lágan hita og alls ekki láta maukast i pottinum.
  4. Leyfið blöndunni að kólna yfir nótt í pottinum og sigtið síðan daginn eftir í gegnum kaffipoka.
Grétar skreytiir kokteilinn með örþunnum eplasneiðum sem koma vel út.
Grétar skreytiir kokteilinn með örþunnum eplasneiðum sem koma vel út. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert