Matarupplifun sem heillaði mig upp úr skónum

Matargerðin á veitingastaðnum OTO er undir japönskum og ítölskum áhrifum …
Matargerðin á veitingastaðnum OTO er undir japönskum og ítölskum áhrifum og útkoman er ævintýralega skemmtileg fyrir bragðlaukana. Samsett mynd

Eitt af því sem ég hef mikið dá­læti af er að njóta þess að fara út að borða og prófa nýja veit­ingastaði og deila með öðrum mat­ar­upp­lif­un­inni. Ég fór á veit­ingastaðinn OTO, sem stend­ur við Hverf­is­götu 44 í hjarta miðborg­ar­inn­ar á dög­un­um og var al­gjör­lega heilluð upp úr skón­um yfir þeirri mat­ar­upp­lif­un sem boðið var upp á. Mig lang­ar að deila með ykk­ur þeirri upp­lif­un og gefa ykk­ur inn­sýn í það sem ég smakkaði. Mat­ar­gerðin á OTO er und­ir japönsk­um og ít­ölsk­um áhrif­um og út­kom­an er hreint út sagt stór­kost­leg. Sam­setn­ing rétt­anna, áferðin, bragðið og fram­setn­ing­in var al­veg til fyr­ir­mynd­ar.

Einn færasti matreiðslumaður landsins, Sigurður Laufdal ræður ríkjum í eldhúsinu …
Einn fær­asti mat­reiðslumaður lands­ins, Sig­urður Lauf­dal ræður ríkj­um í eld­hús­inu og sæk­ir inn­blást­ur sinn til Jap­ans og Ítal­íu á OTO. mbl.isÁsdís Ásgeirs­dótt­ir

Einn fær­asti mat­reiðslumaður lands­ins

Einn fær­asti mat­reiðslumaður lands­ins, Sig­urður Lauf­dal, ræður ríkj­um í eld­hús­inu og það ger­ir hann lista vel. Teymið er sam­heldið og and­rúms­loftið þægi­legt og af­slappað. Það sem gerði mat­ar­upp­lif­un­ina líka svo ein­staka var út­geisl­un og þjón­ustu­lund starfs­fólks­ins. Um leið og ég kom inn var tekið vel á móti mér og fram­reiðsluþjón­inn lagði sig all­an fram við að þjón­usta mig og tryggja að allt gengi snurðulaust fyr­ir sig. Sömu­leiðis fram­reiddu kokk­arn­ir suma rétt­ina og hverj­um ein­asta rétt var lýst á svo fal­leg­an hátt að ég var hrein­lega kom­in með vatn í munn­inn áður en fyrsti bit­inn var tek­inn.

Snerti hvern streng mat­ar­sál­ar­inn­ar

Mat­seðill­inn á OTO er ótrú­lega spenn­andi og það var hrein­lega erfitt að velja að milli rétta. Rétt­irn­ir eru þess eðlis að gam­an er að deila þeim með sessu­nautn­um og fá þá tæki­færi til að smakka fleiri rétti. Mat­ar­upp­lif­un­in snerti hvern streng mat­ar­sál­ar­inn­ar, mat­ar­gerðin var framúrsk­ar­andi og rétt­irn­ir ný­stár­leg­ir og fal­lega fram­reidd­ir.

Ég byrjaði á að panta mér jap­anska mjólk­ur­brauðið sem er synd­sam­lega gott ásamt þrem­ur teg­und­um af ljúf­meti til að smyrja með. Með brauðinu fékk ég reykt sil­ungskrem, hrogn og graslauk, tofu, ses­am­fræ, með myntu­olíu og miso smjör. Jap­anska mjólk­ur­brauðið bráðnaði í munni með þess­um dýrðleg­um smyrj­um ef svo má kalla.

Japanska mjólkurbrauðið bráðnar í munni og allar smyrjurnar bjóða upp …
Jap­anska mjólk­ur­brauðið bráðnar í munni og all­ar smyrj­urn­ar bjóða upp á æv­in­týra­lega bragðupp­lif­un. Ljós­mynd/​Sjöfn
Miso smjörið.
Miso smjörið. Ljós­mynd/​Sjöfn

Síðan pantaði ég mér smakk á nokkr­um minni rétt­um, það var svo erfitt að gera á milli rétta að ég ákvað að gera vel við mig í þetta skiptið. Þá varð rétt­ur­inn Bik­ini fyr­ir val­inu sem er brauð með prosciutti di parma með trufflu­hun­angi og par­mes­an, ásamt burrata­ost­in­um sem var bor­inn fram með jarðarberj­um, sæt­um tómöt­um, pist­así­um og ólífu­olíu. Því­lík dýrð að bragða. Síðan smakkaði ég líka á wagyu carpaccio sem borið er fram með shita­ke svepp­um, sýrðum rjóma, miso og hesli­hnet­um. Svo varð ég að smakka hörpu­skel­ina að vest­an al­gjört lostæti að njóta.

Bikini er einstakleg góður forréttur og skemmtilega framsettur.
Bik­ini er ein­stak­leg góður for­rétt­ur og skemmti­lega fram­sett­ur. Ljós­mynd/​Sjöfn
Burrataosturinn með nýstárlegri útfærslur og jarðarberin passa svo vel með …
Burrata­ost­ur­inn með ný­stár­legri út­færsl­ur og jarðarber­in passa svo vel með ost­in­um. Ljós­mynd/​Sjöfn
Hörpuskelin að vestan er borin fram í skelinni.
Hörpu­skel­in að vest­an er bor­in fram í skel­inni. Ljós­mynd/​Sjöfn

Þegar kom að aðal­rétt­un­um valdi ég hum­ar capp­ell­etti og nautaflanksteik sem bor­in var fram með kast­an­íu­svepp­um, uxa­hala ponzu og hvít­lauk. Ómót­stæðilegt gott og skemmti­leg tvenna til að deila.

Wagyu carpaccio borið fram með shitake sveppum, sýrðum rjóma, miso …
Wagyu carpaccio borið fram með shita­ke svepp­um, sýrðum rjóma, miso og hesli­hnet­um. Ljós­mynd/​Sjöfn
Humar cappelletti sem bráðnar i munni.
Hum­ar capp­ell­etti sem bráðnar i munni. Ljós­mynd/​Sjöfn

Til að ljúka þess­ari æv­in­týra­legu mat­ar­upp­lif­un var ég að bæta við ábæti að hætti OTO. Hin fræga OTO sítr­ónu varð fyr­ir val­inu sem bor­in var fram með möndl­u­köku. Örugg­lega einn sá fræg­asti ábæt­ir sem sög­ur fara af. Einnig varð fyr­ir val­inu draum­kenndi ábæt­ir­inn sem ber heitið Za­bagli­o­ne sem kann að leika list­ir sín­ar fyr­ir bragðlauk­ana. Létt­ur og góður fyr­ir melt­ing­una til að njóta í lok­in.

Nautaflanksteik borin var fram með kastaníusveppum, uxahala ponzu og hvítlauk.
Nautaflanksteik bor­in var fram með kast­an­íu­svepp­um, uxa­hala ponzu og hvít­lauk. Ljós­mynd/​Sjöfn
Hin fræga OTO sítrónu borin fram með möndluköku.
Hin fræga OTO sítr­ónu bor­in fram með möndl­u­köku. Ljós­mynd/​Sjöfn
Zabaglione leiku listir sínar og gleður bragðlaukana.
Za­bagli­o­ne leiku list­ir sín­ar og gleður bragðlauk­ana. Ljós­mynd/​Sjöfn

Er í miklu upp­á­haldi hjá Gor­don Ramsay

Það er vel hægt að mæla með ferð á OTO og það kem­ur ekki á óvart að þessi staður sé í miklu upp­á­haldi hjá Michel­in-stjörnu­kokkn­um Gor­don Ramsay en hann hef­ur gert sér ferð á OTO tvö ár í röð en OTO opnaði dyrn­ar á síðasta ári. OTO hlaut Michel­in meðmæli í ár og má með sanni segja að þau séu verðskulduð og teymið á OTO geti verið stolt af verk­um sín­um. Ég er strax far­in að hlakka til næstu ferðar á OTO.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert