Matarupplifun sem heillaði mig upp úr skónum

Matargerðin á veitingastaðnum OTO er undir japönskum og ítölskum áhrifum …
Matargerðin á veitingastaðnum OTO er undir japönskum og ítölskum áhrifum og útkoman er ævintýralega skemmtileg fyrir bragðlaukana. Samsett mynd

Eitt af því sem ég hef mikið dálæti af er að njóta þess að fara út að borða og prófa nýja veitingastaði og deila með öðrum matarupplifuninni. Ég fór á veitingastaðinn OTO, sem stendur við Hverfisgötu 44 í hjarta miðborgarinnar á dögunum og var algjörlega heilluð upp úr skónum yfir þeirri matarupplifun sem boðið var upp á. Mig langar að deila með ykkur þeirri upplifun og gefa ykkur innsýn í það sem ég smakkaði. Matargerðin á OTO er undir japönskum og ítölskum áhrifum og útkoman er hreint út sagt stórkostleg. Samsetning réttanna, áferðin, bragðið og framsetningin var alveg til fyrirmyndar.

Einn færasti matreiðslumaður landsins, Sigurður Laufdal ræður ríkjum í eldhúsinu …
Einn færasti matreiðslumaður landsins, Sigurður Laufdal ræður ríkjum í eldhúsinu og sækir innblástur sinn til Japans og Ítalíu á OTO. mbl.isÁsdís Ásgeirsdóttir

Einn færasti matreiðslumaður landsins

Einn færasti matreiðslumaður landsins, Sigurður Laufdal, ræður ríkjum í eldhúsinu og það gerir hann lista vel. Teymið er samheldið og andrúmsloftið þægilegt og afslappað. Það sem gerði matarupplifunina líka svo einstaka var útgeislun og þjónustulund starfsfólksins. Um leið og ég kom inn var tekið vel á móti mér og framreiðsluþjóninn lagði sig allan fram við að þjónusta mig og tryggja að allt gengi snurðulaust fyrir sig. Sömuleiðis framreiddu kokkarnir suma réttina og hverjum einasta rétt var lýst á svo fallegan hátt að ég var hreinlega komin með vatn í munninn áður en fyrsti bitinn var tekinn.

Snerti hvern streng matarsálarinnar

Matseðillinn á OTO er ótrúlega spennandi og það var hreinlega erfitt að velja að milli rétta. Réttirnir eru þess eðlis að gaman er að deila þeim með sessunautnum og fá þá tækifæri til að smakka fleiri rétti. Matarupplifunin snerti hvern streng matarsálarinnar, matargerðin var framúrskarandi og réttirnir nýstárlegir og fallega framreiddir.

Ég byrjaði á að panta mér japanska mjólkurbrauðið sem er syndsamlega gott ásamt þremur tegundum af ljúfmeti til að smyrja með. Með brauðinu fékk ég reykt silungskrem, hrogn og graslauk, tofu, sesamfræ, með myntuolíu og miso smjör. Japanska mjólkurbrauðið bráðnaði í munni með þessum dýrðlegum smyrjum ef svo má kalla.

Japanska mjólkurbrauðið bráðnar í munni og allar smyrjurnar bjóða upp …
Japanska mjólkurbrauðið bráðnar í munni og allar smyrjurnar bjóða upp á ævintýralega bragðupplifun. Ljósmynd/Sjöfn
Miso smjörið.
Miso smjörið. Ljósmynd/Sjöfn

Síðan pantaði ég mér smakk á nokkrum minni réttum, það var svo erfitt að gera á milli rétta að ég ákvað að gera vel við mig í þetta skiptið. Þá varð rétturinn Bikini fyrir valinu sem er brauð með prosciutti di parma með truffluhunangi og parmesan, ásamt burrataostinum sem var borinn fram með jarðarberjum, sætum tómötum, pistasíum og ólífuolíu. Þvílík dýrð að bragða. Síðan smakkaði ég líka á wagyu carpaccio sem borið er fram með shitake sveppum, sýrðum rjóma, miso og heslihnetum. Svo varð ég að smakka hörpuskelina að vestan algjört lostæti að njóta.

Bikini er einstakleg góður forréttur og skemmtilega framsettur.
Bikini er einstakleg góður forréttur og skemmtilega framsettur. Ljósmynd/Sjöfn
Burrataosturinn með nýstárlegri útfærslur og jarðarberin passa svo vel með …
Burrataosturinn með nýstárlegri útfærslur og jarðarberin passa svo vel með ostinum. Ljósmynd/Sjöfn
Hörpuskelin að vestan er borin fram í skelinni.
Hörpuskelin að vestan er borin fram í skelinni. Ljósmynd/Sjöfn

Þegar kom að aðalréttunum valdi ég humar cappelletti og nautaflanksteik sem borin var fram með kastaníusveppum, uxahala ponzu og hvítlauk. Ómótstæðilegt gott og skemmtileg tvenna til að deila.

Wagyu carpaccio borið fram með shitake sveppum, sýrðum rjóma, miso …
Wagyu carpaccio borið fram með shitake sveppum, sýrðum rjóma, miso og heslihnetum. Ljósmynd/Sjöfn
Humar cappelletti sem bráðnar i munni.
Humar cappelletti sem bráðnar i munni. Ljósmynd/Sjöfn

Til að ljúka þessari ævintýralegu matarupplifun var ég að bæta við ábæti að hætti OTO. Hin fræga OTO sítrónu varð fyrir valinu sem borin var fram með möndluköku. Örugglega einn sá frægasti ábætir sem sögur fara af. Einnig varð fyrir valinu draumkenndi ábætirinn sem ber heitið Zabaglione sem kann að leika listir sínar fyrir bragðlaukana. Léttur og góður fyrir meltinguna til að njóta í lokin.

Nautaflanksteik borin var fram með kastaníusveppum, uxahala ponzu og hvítlauk.
Nautaflanksteik borin var fram með kastaníusveppum, uxahala ponzu og hvítlauk. Ljósmynd/Sjöfn
Hin fræga OTO sítrónu borin fram með möndluköku.
Hin fræga OTO sítrónu borin fram með möndluköku. Ljósmynd/Sjöfn
Zabaglione leiku listir sínar og gleður bragðlaukana.
Zabaglione leiku listir sínar og gleður bragðlaukana. Ljósmynd/Sjöfn

Er í miklu uppáhaldi hjá Gordon Ramsay

Það er vel hægt að mæla með ferð á OTO og það kemur ekki á óvart að þessi staður sé í miklu uppáhaldi hjá Michelin-stjörnukokknum Gordon Ramsay en hann hefur gert sér ferð á OTO tvö ár í röð en OTO opnaði dyrnar á síðasta ári. OTO hlaut Michelin meðmæli í ár og má með sanni segja að þau séu verðskulduð og teymið á OTO geti verið stolt af verkum sínum. Ég er strax farin að hlakka til næstu ferðar á OTO.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert