Súkkulaðigerðin Omnom býður öllum hlaupurum upp á ís

Súkkulaðigerðin Omnom ætlar að gefa öllum sem taka þátt í …
Súkkulaðigerðin Omnom ætlar að gefa öllum sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu ís á Menningarnótt. Ljósmynd/Omnom

Þeir sem elska ís og vilja gera vel við sig eftir maraþonhlaupið á laugardaginn næstkomandi 24. ágúst næstkomandi geta látið sig hlakka til að fá sér ís út við Grandagarð en Súkkulaðigerðin Omnom ætlar að bjóða þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoninu upp á lítinn ís með súkkulaðisósu og hafrakexmulningi.

„Við dáumst af hlaupurunum og viljum gera vel við allt fólkið sem er búið að vera í stífum æfingum upp á síðkastið upp á gómsæta orku i kjölfar hlaups. Það eina sem hlauparar þurfa að gera er að mæta í Omnom að Hólmaslóð 4 og framvísa hlaupanúmerinu sínu, þetta á við um alla flokka, skemmtiskokk upp í maraþon,“ segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnenda Omnom.

Hér fyrir neðan má sjá gómsæta ísinn sem Súkkulaðigerðin Omnom mun bjóða upp á laugardaginn:

Omnom tekur vel á móti þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoninu laugardaginn  24. ágúst næstkomandi og mun verslunin opna klukkan 11 og verður opið til klukkan 20:30. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka