Skyrkaka með bláberjum úr smiðju Stefaníu

Dýrðleg skyrkaka með bláberjum úr smiðju Stefaníu Malen. Svo fallega …
Dýrðleg skyrkaka með bláberjum úr smiðju Stefaníu Malen. Svo fallega skreytt. Ljósmynd/Stefanía Malen

Stef­an­ía Malen Guðmunds­dótt­ir bak­ari elsk­ar fátt meira en að baka eins og lesendur Matarvefsins ættu að vera farnir að vita. Að þessu sinni býður Stefanía les­end­um Mat­ar­vefs­ins upp á helgarbaksturinn. Kakan sem varð fyrir valinu að þessu sinni hjá Stefaníu er vegna árstímans. Uppskerutími berjanna er í nánd og þetta er skyrkaka með bláberjum sem er í miklu uppáhaldi hjá henni.

Stefanía Malen tók þátt í heimsmeistarakeppni ungra bakara sem fram …
Stefanía Malen tók þátt í heimsmeistarakeppni ungra bakara sem fram fór á Íslandi í sumar og stóð sig með stakri prýði. Ljósmynd/Aðsend

„Þessi kaka er mjög fersk og góð. Ég ákvað að gera þessa uppskrift vegna þess að nú fer að nálgast árstíma berjatínslu. Að fara í berjamó er eitt af haustverkunum og eru ómissandi bæði fyrir sál og bragðlauka. Þetta er frábær uppskrift til að nota bláberin í en einnig er hægt að skipta út bláberjunum yfir í önnur ber t.d. jarðarber, hindber eða krækiber. Þessi kaka myndi ég segja að hafi mjög íslenska skírskotun þar sem botninn er í raun hjónabandsæluuppskrift sem er búið að breyta smá til þess að búa til  kexið. Svo er það auðvitað skyrið og berin. Þessi uppskrift  er ekki mjög flókin og hægt að gera kökuna á einum degi, “ segir Stefanía og er þegar byrjuð að fara í berjamó og næla sér í ljúffeng íslensk aðalbláber.

Skyrkakan er fullkomin fyrir helgarbaksturinn.
Skyrkakan er fullkomin fyrir helgarbaksturinn. Ljósmynd/Stefanía Malen

Skyrkaka með bláberjum

Botn

  • 62 g haframjöl                      
  • 62 g smjör, bræðið                            
  • 56 g púðursykur                   
  • 56 g hveiti                             
  • 2 g lyftiduft               
  • 11 g vatn                               
  • 100 g brætt smjör                

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið saman hrærið til það er komið vel saman.
  2. Fletjið það síðan út á smjörpappír, setjið á ofnplötu inn í ofn og bakið við 160 °C  í 12 mínútur.
  3. Látið kólna.
  4. Setjið síðan botninn í plastpoka og myljið með kökukefli.
  5. Setjið mulninginn í skál og blandið bræddu smjöri saman við.
  6. Finnið til 20 cm kökuform og setjið deigið þar ofan í.
  7.  Setjið síðan í botninn, þið þurfið að passa að berin komi ekki við kantana.
  8.  Stefaníu finnst góð regla að setja þau einum þumli frá kanti.

Skyrkakan

  • 233 g skyr                             
  • 70 g flórsykur           
  • 47 g eggjarauður                  
  • 47 g vatn                               
  • 18 g vanillusykur                  
  • 7 g matarlím             
  • 130 g rjómi                           

Aðferð:

  1. Léttþeytið rjómann og setjið til hliðar.
  2. Setjið matarlím í bleyti.
  3. Setjið vatn og sykur sett í pott og hitið upp að suðu.
  4. Þeytið á meðan skyr, flórsykur og eggjarauður saman í hrærivél.
  5. Þegar vatnsblandan er komin upp að suðu slökkvið þá undir og setjið matarlímið ofan í og hrærið þar til það leysist upp.
  6. Hellið síðan er vatnsblöndunni rólega ofan í skyrblönduna og hrærið rólega á meðan. Þegar allt er komið saman blandið þið rjómanum rólega saman við í þremur hlutum, þ.e.a.s. einum hluta af þremur í senn.
  7. Hellið síðan blöndunni í kökuformið ofan á botninn og bláberin.
  8. Setjið inn í kæli í 1 klukkustund.
  9. Loks setjið þið bláberjasultuna ofan á (sjá uppskrift hér fyrir neðan).

Bláberjasulta

  • 153 g bláber              
  • 62 g sykur                             
  • 3 g sítrónusafi                       
  • 30 g sykur                             
  • 3 g pektín                              

Aðferð:

  1. Setjið bláber, sítrónusafa og sykur í pott og hitið upp að suðu.
  2. Ef bláberin eru stór, finnst Stefaníu gott að hakka þau aðeins meðan það er að malla í blöndunni með spaða eða öðru áhaldi.
  3. Þegar blandan er búin að malla og suðan er komin upp blandið þið pektíninu saman við restina af sykrinum og setjið síðan út í sultuna og hrærið í 2 mínútur.
  4. Setjið síðan sultuna í skál og látið kólna í nokkrar klukkustundir.
  5. Hrærið síðan í sultunni þarf til hún er orðin slétt og silkimjúk.
  6. Stefaníu finnst mjög þægilegt að nota töfrasprota í það verkefni.
  7. Smyrjið sultunni síðan ofan á skyrmúsina í kökuforminu og setjið inn í kæli í a.m.k. 1,5 klukkustund eða lengur þar til skyrkakan er borin fram. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert