Upplifunin á Sól snertir öll skilningarvitin

Þau eiga og reka veitingastaðinn Sól, en staðurinn hefur verið …
Þau eiga og reka veitingastaðinn Sól, en staðurinn hefur verið hugarfóstur þeirra í þrjú ár. Þetta eru Brjánn Guðjónsson, Guðrún Auður Böðvarsdóttir, Björk Bjarnadóttir og Sölvi Steinarr. mbl.is/Árni Sæberg

Á dögunum opnaði veitingastaðurinn Sól við Óseyrarbraut í Hafnarfirði á einstökum stað í umhverfi á miðju athafnasvæði hafnarinnar með stórfenglegt útsýni yfir Hvaleyrina. Guðrún Auður Böðvarsdóttir er einn eigenda af fjórum segir að viðtökurnar hafi verið fram úr björtustu vonum og gestir hafi lýst ánægju sína með staðinn og með það sem í boði er.

Staðsetningin hefur vakið mikla athygli og má með sanni segja að staðurinn sé falinn demantur við Hafnarfjarðarhöfn. Veitingastaðurinn Sól er inni í lifandi gróðurhúsi þar sem gestir borða yfir blómlegri og gróskumikilli uppskeru sem fangar bæði augu og munn. Upplifun gesta þegar inn er komið snertir öll skilningarvitin og fegurð staðarins gerir matarupplifunina enn meira spennandi.

Veitingastaðurinn Sól er inni í lifandi gróðurhúsi þar sem gestirnir …
Veitingastaðurinn Sól er inni í lifandi gróðurhúsi þar sem gestirnir borða yfir blómlegri og gróskumikilli uppskeru. mbl.is/Árni Sæberg

Eigendur staðarins eru tvenn hjón, þau Sölvi Steinarr og Björk Bjarnadóttir og Brjánn Guðjónsson og Guðrún Auður Böðvarsdóttir, sem reka staðinn saman. Guðrún segir að tilurð Sólar eigi sér langan aðdraganda. „Okkur langaði til að gera eitthvað sérstakt við höfnina sem myndi upphefja þetta skemmtilega umhverfi við Skipalón með þessu mikla fuglalífi og gróðri, sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hjálpaði okkur með. Við vorum búin að vera að vinna hérna niður frá síðan 2011 og elskum að vera hér og langaði að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Guðrún og brosir.

Hvernig varð þessi hugmynd til að vera með veitingastað þarna og gróðurhús?

„Sölvi og Björk voru með þessa sýn þar sem þau eru mikið áhugafólk um gróður og mat og vildu blanda því saman. Seinna fengu þau okkur Brján með sér í lið og hefur samstarfið gengið vel þar sem styrkleikar okkar mætast vel,“ segir Guðrún og bætir við að undirbúningurinn að því að láta drauminn verða að veruleika hafi verið langt ferli. „Þetta hefur verið langt ferli en það eru um þrjú ár síðan við byrjuðum almennilega að vinna að opnun staðarins, upphaflega var planið að opna 2. september 2022 en við vildum gera þetta vel og fara rétt af stað.“

Vildum öll nafn sem vísaði í sól

Nafnið á staðnum, Sól, hefur mikla þýðingu fyrir hvor tveggja hjónin. „Björk og Sölvi eiga fyrirtæki sem heitir Sólgarður sem kemur upphaflega frá yndislegri stelpu, Elísu Sól, sem Björk aðstoðaði í Hraunvallaskóla og tók ástfóstri við. Elísa Sól dó rétt eftir fermingu og við ákváðum að skíra svæðið hér í höfuðið á henni. Hún hefur alltaf verið sólargeislinn með okkur, okkur fannst því passa að láta allt svæðið minna á sól. Við Brjánn eigum svo dóttur seim heitir Sigrún Sól og því vissum við öll að við vildum nafn sem vísaði í sól, að lokum var valið Sól restaurant.“

Þvílík dýrð að njóta þess sem augu ber á þessum …
Þvílík dýrð að njóta þess sem augu ber á þessum stað. mbl.is/Árni Sæberg

Náttúran höfð í forgrunni með stuðlabergi

Staðurinn er glæsilegur í alla staði og hönnunin hefur tekist vel á allan hátt. Aðspurð segir Guðrún að hönnunin og fyrirmyndin að húsinu sjálfu sé sólgarður og síðan hafi eigendur, þau Sölvi, Björk, Brjánn og Guðrún, sjálf séð um hönnunina innanhúss þar sem náttúran er höfð í forgrunni með stuðlabergi, náttúrusteini þar sem lifandi viður blandast saman og myndar glæsilegan veitingastað.

Þegar Guðrún er spurð út í áherslurnar í matargerðinni og við gerð matseðilsins segir hún að samspil allra þátt hafi verið haft í huga. „Ferskleiki, frumleiki og upplifun eru okkar aðaláherslur þar sem við vildum gera eitthvað nýtt og öðruvísi. Markmiðið er að gestir njóti góðra veitinga og drykkja en fyrst og fremst að upplifun sé í alla staði jákvæð og heillandi.“

Náttúran er í forgrunni með stuðlabergi, náttúrusteini þar sem lifandi …
Náttúran er í forgrunni með stuðlabergi, náttúrusteini þar sem lifandi viður blandast saman og myndar þennan glæsilega veitingastað. mbl.is/Árni Sæberg

Jón forseti á heiðurinn af matseðlinum

Er leyndarmál bak við matseðilinn og ræktunina?

„Róbert er leyndarmálið á bak við gróðurinn en metnaður hans og áhugi hefur verið mjög dýrmætur ásamt því að Björk og Sölvi hafa bókstaflega verið vakin og sofin yfir gróðurhúsinu,“ segir Guðrún sposk á svip. Heiðurinn á matseðlinum á síðan Jón forseti, yfirkokkurinn á Sól restaurant. „Jón forseti á allan heiðurinn af honum, enda frábær kokkur og erum við mjög heppin að hafa fengið hann til liðs við okkur. Daníel Hlynur Mickaelsson veitingastjóri Sól restaurant á svo allan heiðurinn af glæsilegum vínseðli ásamt kokteilum með yfirbarþjóninum á Sól, Sjonna.“

Girnileg salöt, sprettur og ætisblóm eru ræktuð í gróðurhúsinu og …
Girnileg salöt, sprettur og ætisblóm eru ræktuð í gróðurhúsinu og fá gestir að njóta þess alla daga að bragða á nýrri og ferskri uppskeru. mbl.is/Árni Sæberg
Jón forseti á heiðurinn af matseðlinum og hér framreiðir hann …
Jón forseti á heiðurinn af matseðlinum og hér framreiðir hann hvalkjöt á ævintýralegan og fallegan hátt þar sem hugsað er fyrir hverju smáatriði. mbl.is/Árni Sæberg

Ætla að bjóða upp á dögurð um helgar

Guðrún segir að þau séu ennþá að þróa þjónustutíma staðarins. „Til að byrja með ætlum við að hafa opið miðvikudaga til föstudaga frá klukkan 17.30-22.00 og um helgar ætlum við að vera með dögurð frá klukkan 11.30-14.30 og síðan kvöldseðil frá 17.30-22.00. Viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum og það hefur verið fullsetið öll kvöld síðan staðurinn var opnaður. „Við höfum verið mjög heppin með jákvæðar viðtökur og mikinn áhuga bæjarbúa. Hafnfirðingar hafa verið duglegir að fylgjast með ferlinu og við finnum vel fyrir spennu innan bæjarins og hefur það verið okkur mikil hvatning,“ segir Guðrún snortin yfir þeim viðbrögðum sem þau hafa fengið.

Hvala carpaccio með pestó og parmesan skreytt með ætisblómum.
Hvala carpaccio með pestó og parmesan skreytt með ætisblómum. mbl.is/Árni Sæberg

„Okkur langar að þakka fyrir góðar móttökur og hvatningu í þessu verkefni. Við hlökkum til að taka á móti gestum og sýna þeim hverju við höfum verið að vinna að síðustu ár og leyfa þeim að njóta þeirra töfra sem frábært starfsfólk staðarins hefur búið til,“ segir Guðrún að lokum.

Fiskisúpa með þorsk, rækju og steinbít.
Fiskisúpa með þorsk, rækju og steinbít. mbl.is/Árni Sæberg
Undir gólfinu prýðir heilt gróðurhús með fersku grænmeti og sprettum.
Undir gólfinu prýðir heilt gróðurhús með fersku grænmeti og sprettum. mbl.is/Árni Sæberg
Hjartað slær í gróðurhúsinu.
Hjartað slær í gróðurhúsinu. mbl.is/Árni Sæberg
Eftirréttur að hætti Jóns forseta sem kitlar bragðlaukana.
Eftirréttur að hætti Jóns forseta sem kitlar bragðlaukana. mbl.is/Árni Sæberg
Hvalkjötið er fallegt á diski.
Hvalkjötið er fallegt á diski. mbl.is/Árni Sæberg
Kræsingarnar gleðja bæði augu og munn.
Kræsingarnar gleðja bæði augu og munn. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert