Glænýr vikumatseðill sem á eftir gleðja bragðlaukana

Hér er kominn glænýr vikumatseðill og upp­skrift­irn­ar eru hver ann­arri …
Hér er kominn glænýr vikumatseðill og upp­skrift­irn­ar eru hver ann­arri girni­leg­ri og leika við bragðlauk­ana. Samsett mynd

Nú er haustið að bresta í allri sinni dýrð, hefðbundin rútína að hafin á flestum heimilum og allir að gera sitt besta til að koma sér í gírinn. Matur er manns gaman og flestir eru með fasta tíma fyrir kvöldverð. Hér er kominn glænýr og ferskur vikumatseðill í boði Matarvefsins sem vert er að skoða. Upp­skrift­irn­ar eru hver ann­arri girni­leg­ri og leika við bragðlauk­ana.

Mánudagur – Fiskréttur með indversku karrí og bönunum

„Ávallt ljúft að bjóða upp á góðan fiskrétt á mánudagskvöldi.“

Þriðjudagur – Andasalat með appelsínusósu að hætti Vínstofunnar

„Á þriðjudögum er upplagt að fá sér matarmikið salat sem gleður bæði augu og munn.“

Miðvikudagur – Ratatouille að hætti Frakka

„Þessi grænmetisréttur er dásamlega góður og á vel við í miðri viku. Frönsk matargerð er einstaklega heillandi og slær yfirleitt alltaf í gegn, það eru einhverjir töfra yfir henni.“

Fimmtudagur – Kjúklingaréttur í mexíkósósu

„Bragðgóðir kjúklingaréttir, sérstaklega með mexíkósku ívafi, njóta mikilla vinsælda. Þessi kjúklingaréttur leikur við bragðlaukana og hægt er að leika sér með meðlætið. Fullkominn fyrir saumaklúbbinn líka.“

Föstudagur – Pítsa með burrata

„Föstudagar eru oft pítsudagar og þá er gaman að búa til sína eigin pítsu eða fara á sinn uppáhaldspítsastað og næla sér í pítsu. Það má njóta og gera vel við sig á föstudögum. Þessi pítsa er ómótstæðilega góð og burrata-osturinn er svo góður á pítsu.“

Laugardagur – Grillaðar lambalundir og nýtt íslenskt smælki

„Nú er uppskerutími og þá er lag að nýta salatið og kartöflurnar og töfra fram dýrindsmáltíð til að njóta á laugardagskvöldi. Grillaðar lambalundir bornar fram á salatabeði með nýju íslensku smælki á eiga vel við á þessum árstíma.“

Sunnudagur – Grillaður heill kjúklingur með leynisósu sem klikkar ekki

„Annaðhvort er það lambalærið eða heill kjúklingur sem er ekta sunnudags. Í gamla daga var afar vinsælt að bjóða annaðhvort upp á lambalæri eða lambahrygg með öllu tilheyrandi. Þar sem það eru lambalundir á seðlinum á laugardagskvöld er upplagt að vera bjóða upp á grillaða heilan kjúkling í sunnudagsmatinn. Þessi er með leynisósu sem getur ekki klikkað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka