Pítsasnúðar með ítölskum smurosti og mexíkóosti

Pítsasnúðarnir hennar Andreu Gunnars eru mjög góðir í nestisboxið.
Pítsasnúðarnir hennar Andreu Gunnars eru mjög góðir í nestisboxið. mbl.is/Árni Sæberg

Nú eru skól­arn­ir komnir á fullt og hefðbund­in rútína að hafin á flest­um heim­il­um eft­ir sum­ar­frí. Þá er gott að halda áfram að fá góðar nest­is­hug­mynd­ir, hvort sem það er fyr­ir börn­in til að taka með í skól­ann eða full­orðna fólkið til að taka með í vinn­una. Hér er komin upp uppskrift að ljómandi góðum pítsasnúðum með ítölskum smurosti og mexíkóosti sem steinliggja í nestisboxið. Andrea Gunn­ars­dótt­ir matarbloggari með meiru sem held­ur úti upp­skrift­asíðunni Andrea Gunn­ars á heiðurinn af þessum dásamlegu pítsasnúðum sem upplagt er að prófa.

Pítsasnúðar með ítölskum smurosti og mexíkóosti

  • 900 g hveiti
  • 60 g sykur
  • ½ tsk. salt
  • 100 g smjör, brætt
  • ½ l mjólk
  • 1 pk. þurrger

Aðferð:

  1. Hitið mjólkina í potti á vægum hita.
  2. Bætið smjörinu út í og látið það bráðna saman við mjólkina.
  3. Bætið þurrgerinu og sykri í pottinn, takið hann af hitanum og látið standa í nokkrar mínútur.
  4. Blandið hveiti og salti saman í skál og bætið mjólkurblöndunni saman við.
  5. Hnoðið í deig og látið hefast undir viskastykki í 50 mínútur.
  6. Þá er deigið hnoðað aftur og látið standa í 30 mínútur til viðbótar.

Fylling

  • 1 box ítalskur smurostur
  • 1 mexíkóostur, rifinn
  • 1 bréf pepperóní, hakkað
  • 200 g rifinn ostur
  • 1 msk. heitt pítsakrydd
  • ½ msk. pítsakrydd frá Prima
  • 4 msk. pítsasósa að eigin vali

Aðferð:

  1. Blandið öllu vel saman, helst í hrærivél.
  2. Þegar deigið er tilbúið er því skipt í tvennt og hvor hluti flattur út í ferning.
  3. Helmingur fyllingarinnar er settur á hvorn deigferning fyrir sig og smurt jafnt yfir. Deiginu er rúllað upp og skorið í sneiðar.
  4. Raðið sneiðunum á bökunarplötur sem klæddar hafa verið með bökunarpappír. Stráið smá rifnum osti yfir sneiðarnar og kryddið jafnvel með smá pítsakryddi.
  5. Bakið við 200° í 10-12 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og snúðarnir komnir með fallegan lit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert