Þorskur í hvítvínssósu að hætti Frakkans

Þorskhnakkar í hvítvínssósu eru sælkeramatur.
Þorskhnakkar í hvítvínssósu eru sælkeramatur. mbl.is/Ásdís

Hér er á ferðinni uppskrift að ómótstæðilega góðum fiskrétti, þorskhnökkum í hvítvínssósu. Það má segja að þessi fiskréttur sé betri gerðinni. Hvað er betra en að gera vel við sig á mánudegi og fá sér fisk í hvítvínssósu? Frakkinn Arthur Lawrence Sassi á og rekur franska bistróið La Cuisine á heiðurinn af þessari girnilegu uppskrift.

Arthur er mikill matgæðingur og nýtur þess fram í fingurgóma að töfra fram ljúffenga rétti, meðal annars úr sjávarfangi eins og fram kemur í viðtalinu við hann sem var í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Arthur nýtur lífsins á Íslandi en hann vann sig upp …
Arthur nýtur lífsins á Íslandi en hann vann sig upp frá uppvaski yfir í að eiga veitingastað. Hann mun bráðum opna annan stað, La Cusine, á Akureyri í nýrri mathöll. mbl.is/Ásdís

Þorskur í hvítvínssósu

Fyrir 4

  • 1 kg þorskhnakkar
  • 4 stórar gulrætur, skornar í tvennt eftir endilöngu
  • 1 stór nípa, skorin í fjóra bita
  • 4 eggaldin
  • 10 skalottlaukar
  • 1 rauðvínsglas
  • ólífuolía
  • ½ lítri olía
  • 1 búnt fersk steinselja
  • 750 ml rjómi
  • 2 hvítvínsglös
  • 1 hvítlauksgeiri
  • nokkur timíanlauf

Aðferð:

  1. Eggaldin-„duxelle“ er útbúið með því að saxa eggaldin og fimm skalottlauka mjög smátt.
  2. Steikið á pönnu í ólífuolíu og bætið út í glasi af rauðvíni.
  3. Þegar blandan byrjar að þykkna, takið þá til hliðar.
  4. Útbúið steinseljuolíu með því að setja steinselju, olíu, salt og pipar í blandara.
  5. Blandið kröftuglega og sigtið svo olíuna frá svo eftir verði steinseljumaukið.
  6. Setjið nípuna í eldfast mót með smá olíu, salti, pipar og timíanlaufum.
  7. Bakið þar til bitarnir verða mjúkir en samt með smá biti. Til að fá meira bragð, stillið á grill um stund í lokin.
  8. Útbúið hvítvínssósuna með því að bræða smjör í litlum potti með hvítlauknum og restinni af skalottulauknum þar til gullinbrúnn.
  9. Bætið þá hvítvíni saman við. Bætið síðan rjómanum saman við en ekki láta hann sjóða.
  10. Saltið og piprið eftir smekk.
  11. Skerið þorskinn í vænar sneiðar og steikið í olíu sem búið er að salta og pipra.
  12. Steikið í tvær mínútur á hvorri hlið og setjið svo í 180°C heitan ofn í fimm mínútur.
  13. Berið þorskinn fram með gulrót, nípu, eggaldinmauki, steinselju og hvítvínssósu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert