Ljúffeng smjördeigsbaka með ítölsku ívafi

Girnileg smjördeigsbaka með tómötum, ferskum mozzarellaosti og basilpestói.
Girnileg smjördeigsbaka með tómötum, ferskum mozzarellaosti og basilpestói. Ljósmynd/Valla Gröndal

Hér er á ferðinni ljúf­feng smjör­deigs­baka með tómöt­um, fersk­um mozzar­ella og basilpestó sem bráðnar í munni. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Val­gerður Gréta Grön­dal, bet­ur þekkt und­ir gælu­nafn­inu Valla, en hún held­ur úti sín­um eig­in upp­skrifta­vef hér. Þessa böku er ótrú­lega ein­falt að út­búa og hún er full­kom­in sem létt­ur há­deg­is­verður eða for­rétt­ur þegar góða gesti bera að garði. Það tek­ur enga stund að út­búa hana og er gull­fal­leg á borði. Valla seg­ir að inn­blástur­inn fyr­ir bök­una hafi hún fengið frá ít­alska sí­gilda for­rétt­in­um ca­prese sal­ati þar sem fersk­um mozzar­ella, tóm­atsneiðum og ferskri basilíku er raðað sam­an og mynda þannig ít­ölsku fána­lit­ina.

Fersk basilíka er ávallt góð með mozzarellaosti og tómötum.
Fersk basilíka er ávallt góð með mozzar­ella­osti og tómöt­um. Ljós­mynd/​Valla Grön­dal

Ljúffeng smjördeigsbaka með ítölsku ívafi

Vista Prenta

Smjör­deigs­baka með tómöt­um, fersk­um mozzar­ella & basilpestó

  • 1 rúlla smjör­deig (275 g)
  • 1 egg
  • 100 g basilpestó
  • 5 tóm­at­ar
  • 2 fersk­ar mozzar­ella­kúl­ur
  • Feyk­ir ost­ur
  • 3 msk. furu­hnet­ur, ristaðar
  • Sjáv­ar­salt í flög­um
  • Fersk basilíka

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 200°C blást­ur.
  2. Skerið tóm­at­ana í sneiðar og leggið á eld­hús­bréf.
  3. Stráið salti yfir sneiðarn­ar og leggið annað eld­hús­bréf yfir.
  4. Gott er að setja tré­bretti eða eitt­hvað með smá þyngd ofan á. Þetta er gert til að þerra um­fram vökva úr tómöt­un­um. Látið tóm­at­ana vera svona í um það bil 15 mín­út­ur.
  5. Gerið það sama við mozzar­ella­ost­inn. Skerið hann í sneiðar og leggið á eld­hús­bréf, sleppið því þó að strá salti yfir. Setjið annað bréf yfir og þerrið ost­inn vel.
  6. Rúllið smjör­deig­inu út á bök­un­ar­plötu.
  7. Setjið furu­hnet­ur á þurra pönnu og ristið þar til þær eru orðnar vel gyllt­ar.
  8. Brjótið eggið í skál og sláið vel sam­an með gaffli. Penslið 1 cm breiðan kant af egg­inu á út­flatt deigið.
  9. Smyrjið pestó­inu yfir deigið og raspið vel af Feyki osti yfir pestóið.
  10. Skerið svo nokkr­ar sneiðar af ost­in­um og setjið til hliðar.
  11. Raðið tómöt­un­um og mozzar­ellasneiðunum eft­ir smekk, Valla var með ca. 2 sneiðar af tómöt­um á móti einni mozzar­ella sneið.
  12. Bakið í ofn­in­um í um það bil 30 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn og kant­arn­ir eru orðnir fal­lega gyllt­ir.
  13. Takið bök­una út og raðið sneiðum af Feyki ofan á, einnig er gott að raspa ost­inn yfir að auki.
  14. Raðið fersk­um basilíku­blöðum yfir og stráið furu­hnet­um og sjáv­ar­salt­flög­um yfir.
  15. Berið strax fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert