Í heimi eldhúshönnunar, þar sem sköpunarkraftur og hagnýtni mætast, standa fá nöfn jafn skýrt út og Minarc. Í hjarta þessa frumkvöðlafyrirtækis eru Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson, kraftmikið par sem hafa með nýstárlegum anda sínum og ævintýragirni endurskilgreint iðnaðinn síðustu 25 árin. Þau ljóstrar nú hér upp hvað þeim finnst í ómissandi af hafa í sínu eigin eldhúsi og hvað þeim finnst skipta sköpun þegar eldhús og hlutirnir þar eru annars vegar. En þau er þekkt um allan heim fyrir hönnun sína hjá Minarc og fyrir það sem fyrirtækið stendur.
Fyrirtækið var stofnað fyrir 25 árum, Minarc hefur ýtt mörkum sköpunar og sjálfbærni í arkitektúr og eldhúshönnun. Frá upphafi hefur sýn Erlu og Tryggva verið að blanda hagnýtingu við listræna tjáningu, og skapa þannig rými sem eru ekki aðeins hagnýt heldur einnig fagurfræðilega heillandi. Einkennandi stíll þeirra, sem oft innifelur náttúruleg efni og einfaldan stíl, hefur gert þau áberandi í hönnunarheiminum.
Verkefnalisti Minarc er vitnisburður um fjölhæfni þeirra og hugvit. Frá einkabústöðum til opinberra rýma, endurspeglar hvert verkefni heimspeki þeirra: að kanna, nýsköpun og aldrei víkja frá áskorunum. Verk þeirra í eldhúshönnun eru sérstaklega eftirtektarverð. Með því að sameina sjálfbærar aðferðir við nýstárlega hönnun, hafa þau skapað eldhús sem eru bæði falleg og hagnýt, með gott vinnupláss í huga, sem hefur aflað þeim lofsamlegar viðurkenningar og tryggan viðskiptamannahóp.
Hollusta þeirra við sjálfbærni er annar hornsteinn heimspeki þeirra. Með verkefni sínu mnmMOD hafa þau þróað umhverfisvæn byggingarefni sem draga úr úrgangi og umhverfisáhrifum, og þannig samþætta grænar byggingaraðferðir í alla þætti verka sinna. Auk þess reka þau ERLA Construction. Með ERLA Construction hafa þau sýnt að þau eru ekki bara snillingar í hönnun heldur einnig í smíði. Þegar Minarc horfir til framtíðar, er sýn þeirra skýr: að halda áfram að endurskilgreina iðnaðinn með nýstárlegum hönnunum og sjálfbærum aðferðum.
Að lokum, saga Minarc er saga af ástríðu, nýsköpun og óþreytandi leit að ágæti. Ferðalag þeirra síðustu 25 ár er vitnisburður um hvað má ná þegar sköpunargleði mætir ákveðni. Fyrir þá sem vilja hefja eldhúshönnunarferðalag sem lofar bæði fegurð og hagnýti, eru Erla og Tryggvi hin fullkomnu leiðsögumenn.
Í ljósi alls þessa er einstaklega spennandi að fá Erlu og Tryggva til að ljóstra upp sínum eigin eldhúsleyndarmálum, hvað þeim finnst vera ómissandi að hafa í eldhúsinu og hvaða hlutir eru í uppáhaldi þegar eldhús er annars vegar.
„Eldamennska er minn andlegi hamingjustaður, þar sem ég finn gleði, frið og sköpunargleði í hversdagsleikanum. Það er ekkert betra en að undirbúa máltíðir með vinum og fjölskyldu. Enda er næring grunnur af heilbrigði og hamingju,“ segir Erla þegar hún spurð út í ástríðu sína fyrir matargerð.
Þegar eldhús er annars vegar leggur Erla áherslu á notagildið. „Ég vil leggja áherslu á notagildi og góð eldhústæki. Góð tæki skipta öllu máli í eldhúsinu. Þegar eldhúsið er vel útbúið verður eldun auðveldari og allt hollara. Eldhúsið okkar er skipt í mismunandi svæði, hrein, skítug, köld og heit svæði. Við leggjum áherslu á að allir taki þátt án þess að standa óþægilega eða beygja sig mikið. Þetta er grundvallaratriði fyrir gott eldhús þar sem allir geta notið samveru og eldamennsku.
Erla er mikill fagurkeri og nýtur þess að hafa fallegt í kringum sig og sína. „Fallegir litir sem minna á sumarið eru bónus því eldhúsið er hjarta heimilisins og næring eigendanna. Eldhúsið er þar sem næringin gerist og nautn líkamans fullnægð. Það er allt sem skiptir máli í lífi allra - njóta, vera og gera. Eldhúsið er byrjun og endi á góðum grunni að góðri heilsu. Litir geta stuðlað að góðri andlegri heilsu. Hafðu þá í kringum þig alltaf, hvort sem er á heimilinu eða í fatnaði. Litir geta breytt hamingjustiginu um 100%,“ segir Erla og brosir.
Hvað finnst þér ómissandi að eiga í eldhúsinu?
„Kaffi, dökkt saltað súkkulaði, kartöflur, hvítlauk og ferskar jurtir.“
Áttu þér uppáhalds glasalínu?
„Ég elska glös og allan borðbúnað, hef glös fyrir hvern drykk og hvert mál. Köld vatnsflaska úr stáli með klökum er bara geggjuð, því hún svitnar af kulda. Glös skipta máli og ekkert betra en kalt vatn úr þunnu glasi. Mjólk, hins vegar, fylgir öðrum reglum. Ég get aldrei drukkið úr sama glasi tvisvar. Því þynnra sem glerið er, því betra. Við notum Bormioli Rocco Stackable Bodega Glasses, sem hversdagsglös. Þau eru góð því þau passa inn í hvort annað og auðvelt er að stafla þeim í skápinn eða skúffuna.“
Vínglös?
„Við notum RIEDEL Veloce, sem er stórkostleg þróun byggð á háþróaðri tækni. Glasið er hærra en RIEDEL Extreme og hefur þynnri stilk og fínni skál.“
Bjór- og shotglös?
„Við notum Iittala fyrir bjór og shot.“
Kampavínsglös?
„Við notum svört Authenic glös fyrir kampavín.“
Martiniglös?
„Við notum retro kristal glös í öllum mögulegum stílum fyrir martini.“
Hvað finnst þér vera heitasta trendið í eldhúsinu núna?
„Opið eldhús með þægilegum og góðum græjum, er ávallt málið.“
Hvaða litur er að koma sterkur inn að þínu mati?
„Við erum ekki mikið fyrir tískusveiflur, en mér finnst alltaf hlýir litir við hæfi. Eldhús eldunarstaður - heitir litir.“
Uppáhalds matarstellið þitt?
„Við erfðum Svörtu Rósina frá mömmu Tryggva sem okkur þykir mjög vænt um og Kajsa vinkona mín í Svíþjóð er með alveg svakalega fallegar handunnar vörur og ég keypti mér það þegar ég var þar árið 2019.“
Uppáhaldshnífasettið?
„Arne Jacobsen hnífapör sem við fengum í brúðkaupsgjöf.“
Plast eða viðarbretti?
„Viðarbretti, nota þau mikið til að skera og bera fram mat á sama bretti, minnkar uppvaskið . Ég nota samt plastbretti til að skera prótein.“
Ertu með kaffivél í eldhúsinu?
„Við eigum Fellow Stagg Pour-Over Kettle og hellum alltaf upp á uppáhellt kaffi í Stelton Theo Slow Brew Coffee maker.“
Áttu þér þinn uppáhaldskaffibolla?
„Já, gamall bolli sem pabbi átti frá því að hann vann hjá Stjórnarráðinu.“
Breytir þú eldhúsinu eftir árstíðum, hvað varðar liti og annað slíkt?
„Ekki eldhúsinu sem slíku, en borða árstíðabundið og hvað er ferskt hverju sinni.“
Uppáhaldsstaðurinn í eldhúsinu?
„Eldhúsið okkar hefur marga notalega staði, þar á meðal eyjuna okkar sem við notum mikið.“
Áttu þér draumaeldavél, spam eða gas?
„Gas er orðið ólöglegt hér í Santa Monica í Los Angeles vegna umhverfisáhrifa. Persónulega hef ég aldrei verið hrifin af gas hellum.“
Ertu með kerti í eldhúsinu?
„Já, kerti skapa notalega stemningu og bæta upplifunina.“
Finnst þér skipta máli að leggja fallega á borð?
„Já, mér finnst gaman og áríðandi að leggja fallega á borð. Ég nota eingöngu tau servíettur og finnst það algjört æði. Ég hef ekki keypt eldhúsrúllu í mörg mörg ár.“
Hvað dreymir þig um að eignast í eldhúsið?
„Við höfum drauma um betri tæki og tól sem gera eldunina auðveldari og skemmtilegri.“
Ertu með útieldhús?
„Já, við notum það mikið í góða veðrinu í LA. Við erum með eyju úti í garði með BBQ og pítsaofn, sem gerir okkur kleift að vera með gestunum á meðan við eldum og getum það notið samverunnar. Við erum brjáluð í heimatilbúnar pítsur.“