Heimsins besta ólífubrauðið

Þetta ólífubrauð er guðdómlega ljúffengt.
Þetta ólífubrauð er guðdómlega ljúffengt. Ljósmynd/Unsplash

Þetta dýrðlega ólífubrauð er eitt besta ólífubrauð sem ég hef smakkað. Metsöluhöfundurinn og matgæðingurinn Jenny Colgan á heiðurinn af þessari uppskrift. Ég prófaði þessa uppskrift á dögunum og brauðið bráðnaði í munni. Uppskriftin er einföld og meðfærileg og hráefnalistinn er alls ekki langur. Síðan þeytti ég smjör til að smyrja brauðið með, þvílíkt lostæti.

Ólífubrauð

  • 500 g hveiti eða brauðhveiti
  • 1 bréf þurrger
  • 2 msk. sykur
  • 1 bolli volgt vatn
  • 2 msk. salt
  • 1 msk. ólífuolía
  • 100 g ólífur, skornar niður og best að hafa þær steinlausar, svartar & grænar ef vill

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hella gerinu út í volgt vatn og bíðið þar til það freyðir og gerið leysist upp.
  2. Hnoðið hveiti, sykri, salti, ólífuolíu og ólífum saman þar deigið verður mjúkt og klístrað.
  3. Breiðið yfir það klút eða viskustykki og látið standa í klukkutíma eða þar til það hefur stækkað um helming.
  4. Hnoðið aftur og látið bíða í um það bil þrjú korter eða þar til það hefur stækkað um helming aftur.
  5. Smyrjið vel valið brauðform og hitið ofninn í 220°C hita.
  6. Setjið inn í ofn og bakið í um það bil 30 mínútur eða þar til það er orðið fallega brúnt.
  7. Berið fram ylvolgt með þeyttu smjör ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert