Föstudagspítsan: Fjögurra ostapítsan hans Jóa Fel

Jóhannes Felixson, alla jafna kallaður Jói Fel býður upp á …
Jóhannes Felixson, alla jafna kallaður Jói Fel býður upp á föstudagspítsuna sem er alíslensk að þessu sinni, fjögurra ostapítsa sem bráðnar í munni. mbl.is/Arnþór

Heiður­inn af föstudagspítsunni að þessu sinni á Jóhannes Felixson, alla jafna kallaður Jói Fel, bakari með meiru. Hann er nýbúinn að gefa út eilífðarmatreiðslubók sem ber heitið Eldabaka.is og á eftir að fjalla frekar um hér Matarvefnum. Ástríða Jóa er meðal annars að baka pítsu og leika sér með ný hráefni ofan á pítsuna. Jói býður hér upp á alíslenska fjögurra ostapítsu en allt hráefnið ofan á pítsuna er íslenskt. Ostarnir eru ómótstæðilega góðir þegar þeir hafa bráðna saman á þennan syndsamlega hátt. Hægt er að sjá aðferðina við pítsubaksturinn hans Jóa frá grunni á nýju síðunni hans hér sem hefur að geymaeilífðarmatreiðslubókina góðu.

Pítsan hans Jóa Fel er hin girnilegasta og ostarnir eru …
Pítsan hans Jóa Fel er hin girnilegasta og ostarnir eru ómótstæðilegar góðir þegar þeir eru búnir að bráðna saman og mynda þessa ostablöndu. Ljósmynd/Jói Fel

Fjögurra ostapítsan hans Jóa Fel

Pítsadeig

4 stk - Tekur sólarhring að útbúa þetta pítsadeig

  • 600 g hveiti 
  • 400 ml vatn
  • 20  g salt
  • 1 g þurrger

Aðferð:

  1. Leysið upp gerið í vatninu.
  2. Blandið hveitinu rólega saman við á meðan verið er að vinna deigið, vinna í um það bil 5 mínútur rólega.
  3. Látið deigið standa í um það bil 15 mínútur. S
  4. Setjið síðan salt saman við og vinnið saman í öðrum gír í 8 mínútur. 
  5. Látið síðan deigið standa í um það bil 3 klukkustundir, veltið því tvisvar á meðan meðan það stendur.
  6. Gerið síðan 4 kúlur úr deiginu og láta kúlurnar standa í 1 klukkustund við stofuhita.
  7. Setjið þær síðan inn í kæli í um það 15-18 klukkustundir.
  8. Takið út og látið standa á borðið við stofuhita í um það bil 1-2 klukkustundir áður en þið bakið.
  9. Fletjið út hverja kúlu út með höndunum og útbúið botna.
  10. Næsta skref er að setja hráefnið sem á að fara ofan á botnana fyrir bakstur, sjá lista fyrir neðan.

 Ofan á pítsuna fyrir bakstur

Magn eftir smekk

  • Íslenskir kirsuberjatómatar, maukaðir með salti og smá olíu
  • Íslenskur ferskur mozzarellaostur
  • Íslenskur gráðostur að eigin vali
  • Íslenskur Feykir
  • Íslenskur rjómaostur
  • Íslensk eldpipar

Aðferð:

  1. Setjið hráefnið ofan á pítsuna eins og ykkur langar að hafa það.
  2. Bakið pítsuna annaðhvort í úti-pítsaofni eða í bakarofni á háum hita.
  3. Fylgjist með bakstrinum og takið út þegar osturinn farinn að bráðna og pítsubotninn farinn að taka á sig lit.

Ofan á pítsu eftir bakstur

Magn eftir smekk

  • Íslensk rifsberjasulta
  • Íslensk basilíka

Berið síðan fram á viðarbretti eða diskum og njótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert