Húsó-lasanja og snittubrauð sem gleður matarhjartað

Heimalagað lasanja borið fram með fersku salati og heimabökuðu snittubrauði …
Heimalagað lasanja borið fram með fersku salati og heimabökuðu snittubrauði að hætti Húsó. mbl.is/Árni Sæberg

Haustið er mætt í allri sinni dýrð og hefðbund­in rútína kom­in í fast­ar skorður á flest­um heim­il­um og sama má segja um fasta liði á Mat­ar­vef mbl.is. Líkt og síðasta vet­ur munu les­end­ur mat­ar­vefs­ins fá að njóta upp­skrifta á hverj­um laug­ar­degi sem koma úr hinu leynd­ar­dóms­fulla eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um.

Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans opnar uppskriftabók skólans í vetur …
Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans opn­ar upp­skrifta­bók skól­ans í vet­ur líkt og í fyrra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mun skóla­meist­ar­inn Marta María Arn­ars­dótt­ir þar á bæ halda áfram að svipta hul­unni af nokkr­um vel völd­um rétt­um sem eiga sér sögu og hafa fylgt Hús­stjórn­ar­skól­an­um gegn­um tíðina og glatt mörg mat­ar­hjörtu. Fyrsta upp­skrift hausts­ins sem kem­ur úr upp­skrifta­bók Hús­stjórn­ar­skól­ans er heima­lagað las­anja og snittu­brauð. Las­anja er góður og saðsam­ur rétt­ur sem ylj­ar og á vel við á þess­um árs­tíma.

Heimabakað snittubrauð.
Heima­bakað snittu­brauð. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Húsó-lasanja og snittubrauð sem gleður matarhjartað

Vista Prenta

Las­anja og snittu­brauð að hætti Húsó

Las­anja

Hakkið

  • 600 g nauta­hakk
  • 1 lauk­ur, saxaður
  • 3 gul­ræt­ur, sneidd­ar
  • 1 sell­e­rístilk­ur, sneidd­ur
  • 1 dós tóm­at­ar, 400 g
  • 3 msk. tóm­at­kraft­ur (lít­il dós)
  • Salt, pip­ar, hvít­lauk­ur, eða salt, pip­ar, basilíka og óreg­anó eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Steikið hakk og græn­meti á pönnu, bætið tómöt­um og kryddi sam­an við og sjóðið í 10 mín­út­ur.
  2. Á meðan hakkið sýður er sós­an bökuð upp, sjá upp­skrift fyr­ir neðan.

Sós­an

  • 40 g smjör
  • 5 msk. hveiti
  • Mjólk eft­ir þörf­um
  • ½ - 1 tsk. múskat
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið á væg­um hita í potti og blandið síðan hveit­inu sam­an við svo úr verði smjör­bolla.
  2. Bætið við mjólk eft­ir þörf­um svo úr verði þykk sósa og kryddið til með múskati og salti eft­ir smekk.
  3. Mik­il­vægt er hræra stöðugt í sós­unni svo að hún hleypi ekki í kekki. 

Sam­setn­ing

  • U.þ.b. 8 las­anja-plöt­ur
  • U.þ.b. 200 g rif­inn ost­ur
  • par­mesanost­ur ef vill

Aðferð:

  1. Þegar hakkið og sós­an er orðin klár er komið að því að setja allt sam­an svo úr verði mynd­ar­legt las­anja.
  2. Byrjið á því að for­hita ofn­inn í 150°C hita.
  3. Setjið helm­ing kjöts­ins í eld­fast mót, þá 4 las­anja-plöt­ur, því næst helm­ing af sós­unni ásamt helm­ing osts­ins og end­ur­takið; setjið kjötið þar á eft­ir, þá 4 las­anja-plöt­ur, rest­ina af sós­unni og ost­in­um.
  4. Gott er að setja einnig par­mesanost efst ofan á.
  5. Setjið eld­fasta mótið inn í ofn og bakið við 150°C í 45 mín­út­ur.
  6. Berið las­anja-ið fram með ný­bökuðu brauði, auka par­mesanosti og fersku sal­ati að eig­in vali.

Löng snittu­brauð

  • 2 ½ dl ylvolgt vatn
  • 2 ½ tsk. ger
  • 1 tsk. syk­ur
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. olía
  • 2 msk. hveitiklíð ef vill
  • u.þ.b. 5 dl brauðhveiti
  • Smjör, brætt
  • Stein­selja, söxuð
  • 3-4 hvít­lauksrif, söxuð

Aðferð:

  1. Leysið gerið og syk­ur­inn upp í ylvolgu vatn­inu.
  2. Bætið síðan salti, olíu, hveitiklíð og brauðhveiti sam­an við.
  3. Látið hef­ast í u.þ.b. 40 mín­út­ur.
  4. Mótið síðan 2-3 aflöng brauð og komið fyr­ir á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  5. Látið hef­ast aft­ur í u.þ.b. 20 mín­út­ur. 
  6. Bræðið smá­veg­is af smjöri á væg­um hita, bætið smá saxaðri stein­selju og söxuðum hvít­lauk sam­an við og penslið á brauðin bæði fyr­ir og beint eft­ir bakst­ur.
  7. Bakið við 180°C hita í u.þ.b. 15-25 mín­út­ur, fer eft­ir stærð brauða, eða þar til þau verða orðin gull­in­brún.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert