Holla rækjusalatið hennar Elsu

Holla rækjusalatið hennar Elsu úr Frozen er skemmtilegt að setja …
Holla rækjusalatið hennar Elsu úr Frozen er skemmtilegt að setja saman í góðum félagsskap með börnunum. Samsett mynd

Um helgar fara oft fram bestu samverustundir fjölskyldunnar og gott er að leggja mikið upp úr því að eiga góðar stundir með börnunum. Ein leið til að rækta samveruna er að matreiða og baka saman. Í vetur munu reglulega birtast uppskriftir sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir fjölskylduna að dunda sér saman við og framreiða góða máltíð eða baka ljúffengar kökur.

Fyrsta uppskriftin kemur úr Frozen matreiðslubókinni og er það holla rækjusalatið hennar Elsu í Frozen sem bragðast mjög vel. Þessi bók hefur að geyma 63 girnilegar og einstaklega hollar uppskriftir fyrir alla fjölskylduna. Hugmyndin er að börnin matreiði með foreldrum sínum og eigi þannig gæðastundir auk þess að það er svo gaman fyrir börnin að bjóða upp á og borða mat sem þau hafa sjálf tekið þátt í að útbúa.

Holla rækjusalatið hennar Elsu

  • 500 g rækjur
  • 1 msk. jómfrúarolía
  • 1 msk. steinselja, söxuð
  • 1 msk. basil, saxað
  • 1 límóna, safinn úr henni
  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • ¼ vatnsmelóna, skorin í teninga
  • 5 dl klettasalat
  • ½ dl furuhnetur, þurrristaðar
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið saman í skál, hvítlauknum, steinseljunni og basil laufunum.
  2. Setjið rækjurnar í aðra skál og hellið ólífuolíunni og límónusafanum yfir þær. Hrærið svo kryddblöndunni saman við.
  3. Steikið rækjurnar á pönnu yfir háum hita í 2–3 mínútur og hrærið stanslaust í þeim á meðan.
  4. Takið rækjurnar af hitanum og setjið aftur í skálina.
  5. Skerið vatnsmelónuna í teninga.
  6. Takið disk og setjið vatnsmelónuna, furuhneturnar og klettasalatið á hann.
  7. Setjið rækjurnar ofan á salatið og hellið vökvanum af rækjunum yfir salatið eins og dressingu.
  8.  Kryddið með salti og pipar og berið fallega fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka