Þessa dagana er árstíð berjanna. Rifsber eru alltaf sígild á haustin og hvað er betra en að gera eitthvað nýtt og útbúa rifsberjaböku. Rifsberjabaka gleður bragðlaukana með sínum sætu og súru tónum og færir okkur í leiðinni aftur inn í sumarið, sama hvaða árstíð er. Þegar bakan er borin fram með volgum ís, þeyttum rjóma eða smá vanillusósu, verður það hinn fullkomni eftirréttur fyrir alla í fjölskyldunni. Árni Þorvarðarson bakari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi hefur mikið dálæti af bökum og þessa dagana leikur hann sér í eldhúsinu í bökubakstri. Hann býður því upp á þessa gleði fyrir helgarbaksturinn.
„Rifsber eru meira en bara ber – þau eru leið til að kanna nýja og spennandi heima í eldamennsku. Með þessari uppskrift að rifsberjaböku færðu rétt sem er sannkallaður hátíðarklassíker, fullur af ljúffengum tónum og ríkri hefð sem rifsberin eru. Hver veit nema þetta verði fastur liður á borðstofuborðinu þínu,“ segir Árni og sviptir hér hulunni af uppskriftinni af sinni uppáhaldsrifsberjaböku.
Þessi baka er góð leið til að njóta þess besta sem rifsber hafa upp á að bjóða. Hér er á ferðinni leið til að ljúka góðum máltíðum með einhverju óvæntu sem mun án efa vekja hrifningu hjá matargestum.
Rifsberjabaka
Botn
Aðferð:
Rifsberjafylling
Aðferð:
Fyrir bakstur
Bakstur
Eftir bakstur