Krókettur í romanesco-sósu

Krókettur í romanesco-sósu
Krókettur í romanesco-sósu mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Franskar krókettur eru algjört lostæti og spari kartöflur hjá mörgum. Hér erum við komin með eina ekta franska uppskrift af frönskum krókettum  sem kemur úr smiðju Arth­urs Lawrence Sassi sem á og rek­ur franska bistróið La Cuisine í mathöllinni á Hafnartorgi, Gallery.

Hann mun opna von bráðar í nýrri mathöll á Akureyri og þá munu Akureyringar á að njóta þess að snæða ekta franskar kræsingar. Hann kann sig fag fram í fingurgóma og króketturnar í þessari uppskrift ber Arthur fram með romanesco-sósu.

Krókettur í romanesco-sósu

Fyrir 4

  • 125 g smjör
  • 500 ml mjólk
  • 125 g parmesanostur
  • 150 g hveiti
  • hálft búnt steinselja
  • 200 g beikon
  • 1 diskur af Panko-raspi
  • 5 eggjarauður
  • 4 tsk hvítur pipar

Aðferð:

  1. Skerið beikonið smátt og eldið í smjöri þar til gullinbrúnt.
  2. Bætið mjólk út á pönnuna og hrærið þar til hún hitnar.
  3. Bætið þá við parmesanosti og hrærið þar til hann bráðnar. Bætið hveitinu saman við og hrærið þar til þið eruð komin með gott mauk. Bætið við steinseljunni.
  4. Kælið.
  5. Búið til bollur og hafið hverja bollu um 50 grömm. Dýfið þeim ofan í eggjarauður (slegnar saman) og veltið síðan upp úr raspinu. Djúpsteikið í sólblómaolíu.
  6. Útbúið því næst romanesco-sósu.

Romanesco-sósa

  • 400 g tómatar úr dós (fire roasted), sigtið vökva frá
  • 3/4 bolli möndlur, ristaðar á pönnu
  • 1/4 bolli hesilhnetur, ristaðar
  • 1/4 bolli söxuð flatlaufa steinselja
  • 1/4 bolli jómfrúarolía
  • 1 tsk salt og auka til að smakka til með
  • 1 tsk reykt paprikuduft
  • 1/2-1 tsk rauðar piparflögur
  • 1-2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • safi úr hálfri sítrónu

Aðferð:

  1. Blandið saman og eldið í potti þar til þið eruð komin með fallega sósu.
  2. Berið fram tvær bollur á diski og hellið sósunni yfir. Stráið parmesan yfir að lokum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert