Kjúklingapasta með ostasósu hinn fullkomni fjölskylduréttur

Þennan kjúklingapastarétt eiga börnin eftir að elska.
Þennan kjúklingapastarétt eiga börnin eftir að elska. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Þetta er hinn full­kom­inn fjöl­skyldu­rétt­ur sem til­valið er að töfra fram í miðri viku. Börn­in eiga eft­ir að elska þenn­an rétt. Hér er á ferðinni kjúk­lingapasta með ostasósu sem kem­ur úr smiðju Thelmu Þor­bergs­dótt­ur mat­ar­blogg­ara sem hún gerði fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Ostasós­an er ein­stak­lega ljúf­feng en hún inni­held­ur rjóma­ost með grillaðri papriku og chili. Svo er hægt að bæta við meiri ost ef vill. Það pass­ar mjög vel að bera rétt­inn fram með hvít­lauks­brauðið og par­mesanosti sem hægt er að rífa yfir rétt­inn.

Kjúklingapasta með ostasósu hinn fullkomni fjölskylduréttur

Vista Prenta

Kjúk­lingapasta með ostasósu

Fyr­ir 4

  • 500 g penne pasta
  • 2 msk. olía af sólþurrkuðu tómöt­un­um
  • 100 g sólþurrkaðir tóm­at­ar (sigtið ol­í­una frá hér)
  • 1 stk. hvít­lauk­ur
  • 3 stk. kjúk­linga­bring­ur (3-4)
  • 1 stk. meðal­stór haus af brok­kolí
  • 1 tsk. salt
  • 1/​2 tsk. paprikukrydd
  • 1⁄2 tsk. chili pip­ar
  • 2 dl mat­reiðslur­jómi
  • 200 g rif­inn mozzar­ella
  • 100 g Rjóma­ost­ur með grillaðri papriku og chilli
  • 2 dl pasta­soð (vatnið af past­anu)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða pasta eft­ir leiðbein­ing­um á pakkn­ingu.
  2. Gott er að setja 1 tsk. af salti sam­an við vatnið.
  3. Setjið olíu af sólþurrkuðu tómöt­un­um á pönnu og steikið hvít­lauk og sólþurrkaða tóm­ata í rúm­lega 1-2 mín­út­ur. Passið þó að hvít­lauk­ur­inn brenni ekki við.
  4. Skerið kjúk­linga­bring­urn­ar í litla bita og steikið sam­an við.
  5. Kryddið með salti og paprikukryddi.
  6. Saxið niður brok­kolí og þegar kjúk­ling­ur­inn er nán­ast til­bú­inn bæti þið því sam­an við á pönn­una og steikið þar til kjúk­ling­ur­inn er orðinn full eldaður.
  7. Setjið mat­reiðslur­jóma sam­an við ásamt mozzar­ella­osti og rjóma­osti.
  8. Hrærið þar til ost­ur­inn hef­ur náð að bráðna al­veg.
  9. Þegar pastað er soðið þá þarf að passa að setja soð af past­anu til hliðar til þess að nota í pastasós­una. Gott er að láta kalt vatn renna á pastað svo það hætti að eld­ast á meðan þið klárið að gera sós­una.
  10. Hellið pasta­soðinu sam­an við sós­una. Ef ykk­ur finnst hún ennþá of þykk geti þið alltaf bætt meira af soði sam­an við.
  11. Kryddið með chili pip­ar og meira salti ef þörf er á.
  12. Gott er að smakka sós­una til og bæta við hana kryddi ef þess er þörf.
  13. Berið fram með hvít­lauks­brauði og par­mesanosti ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert