Kjúklingapasta með ostasósu hinn fullkomni fjölskylduréttur

Þennan kjúklingapastarétt eiga börnin eftir að elska.
Þennan kjúklingapastarétt eiga börnin eftir að elska. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Þetta er hinn fullkominn fjölskylduréttur sem tilvalið er að töfra fram í miðri viku. Börnin eiga eftir að elska þennan rétt. Hér er á ferðinni kjúklingapasta með ostasósu sem kemur úr smiðju Thelmu Þorbergsdóttur matarbloggara sem hún gerði fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Ostasósan er einstaklega ljúffeng en hún inniheldur rjómaost með grillaðri papriku og chili. Svo er hægt að bæta við meiri ost ef vill. Það passar mjög vel að bera réttinn fram með hvítlauksbrauðið og parmesanosti sem hægt er að rífa yfir réttinn.

Kjúklingapasta með ostasósu

Fyrir 4

  • 500 g penne pasta
  • 2 msk. olía af sólþurrkuðu tómötunum
  • 100 g sólþurrkaðir tómatar (sigtið olíuna frá hér)
  • 1 stk. hvítlaukur
  • 3 stk. kjúklingabringur (3-4)
  • 1 stk. meðalstór haus af brokkolí
  • 1 tsk. salt
  • 1/2 tsk. paprikukrydd
  • 1⁄2 tsk. chili pipar
  • 2 dl matreiðslurjómi
  • 200 g rifinn mozzarella
  • 100 g Rjómaostur með grillaðri papriku og chilli
  • 2 dl pastasoð (vatnið af pastanu)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Gott er að setja 1 tsk. af salti saman við vatnið.
  3. Setjið olíu af sólþurrkuðu tómötunum á pönnu og steikið hvítlauk og sólþurrkaða tómata í rúmlega 1-2 mínútur. Passið þó að hvítlaukurinn brenni ekki við.
  4. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið saman við.
  5. Kryddið með salti og paprikukryddi.
  6. Saxið niður brokkolí og þegar kjúklingurinn er nánast tilbúinn bæti þið því saman við á pönnuna og steikið þar til kjúklingurinn er orðinn full eldaður.
  7. Setjið matreiðslurjóma saman við ásamt mozzarellaosti og rjómaosti.
  8. Hrærið þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg.
  9. Þegar pastað er soðið þá þarf að passa að setja soð af pastanu til hliðar til þess að nota í pastasósuna. Gott er að láta kalt vatn renna á pastað svo það hætti að eldast á meðan þið klárið að gera sósuna.
  10. Hellið pastasoðinu saman við sósuna. Ef ykkur finnst hún ennþá of þykk geti þið alltaf bætt meira af soði saman við.
  11. Kryddið með chili pipar og meira salti ef þörf er á.
  12. Gott er að smakka sósuna til og bæta við hana kryddi ef þess er þörf.
  13. Berið fram með hvítlauksbrauði og parmesanosti ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert