Helvítiskokkurinn með Helvítis hamborgarann á Sæta Svíninu

Helvítiskokkur, Ívar Örn Hansen, byrjar með Helvítis hamborgarann á Sæta …
Helvítiskokkur, Ívar Örn Hansen, byrjar með Helvítis hamborgarann á Sæta Svíninu í dag Ljósmynd/Aðsend

Frá og með deginum í dag, 5. september, byrjar Sæta Svínið Gastropub með Helvítis hamborgarann í samstarfi við Ívar Örn Hansen, sem er betur þekktur undir nafninu Helvítiskokkurinn. Helvítiskokkur hefur verið með sjónvarpsþætti auk þess sem hann hefur gefið út matreiðslubók.

„Hér um að ræða geggjaðan nauta-brisket borgara í kartöflubrauði með Helvítis beikoni og Brennivíns kryddsultu, havarti og amerískum osti, bufftómati, súrum gúrkum, brakandi fersku íssalati, majó og pikkluðum rauðum jalapenó. Helvítis hamborgarinn verður borinn fram með frönskum og verðið er 3.890, kr,,“ segir Ívar sem er spenntur fyrir samstarfinu með Sæta Svíninu. 

Helvítishamborgarinn verður borinn fram með frönskum kartölfum og majó.
Helvítishamborgarinn verður borinn fram með frönskum kartölfum og majó. Ljósmynd/Aðsend

Borgarinn verður í boði fram og með deginum í dag eins og áður sagði og út mánuðinn. Einnig verður hægt að versla Helvítis eldpiparsultur á Sæta Svíninu í september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka