Sjáið Helgu Möggu gera „sheperds pie“

Helga Magga að leika sér í eldhúsinu og búin að …
Helga Magga að leika sér í eldhúsinu og búin að töfra fram ekta breskan rétt „shepards pie“. Samsett mynd

Í tilefni af Breskum dögum í Hagkaup ákvað Helga Magga heilsumarkþjálfi og samfélagsmiðlastjarna að prófa að búa til „sheperds pie“ eða sem kallast á íslensku „fjárhirðisbaka“ sem er ekta breskur réttur sem smellpassar inn í haustrútínuna. „Pie“ eða bökur eru mjög vinsælar í Bretlandi eru þjóðarréttur. Ofan á hakkréttinum er saðsöm kartöflumús og síðan er rétturinn borinn fram með fersku salati.

Helga Magga bar fram gúrkusalat með réttinum en hver og einn getur valið salat eftir sínum smekk til að hafa með réttinum. Hún deildi jafnframt með fylgjendum sínum myndbandi sem sýnir hvernig hún lagar þetta dýrðlega „pie“ sem upplagt er að skoða ef þið viljið prófa þennan rétt.

Sheperds pie og gúrkusalat

Sheperds pie/Fjárhirðisbaka

  • 500 g nautahakk
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 laukur (150 g)
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 2-3 gulrætur (100 g)
  • 2 sellerí stilkar (45 g )
  • 3 msk. tómat púrra
  • 1 msk. worcestershire sósa
  • 2 msk. bisto í 200 dl vatn
  • 2 dl rauðvín
  • 200 g grænar baunir
  • salt og pipar eftir smekk
  • ferskt rósmarín eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita olíuna á pönnu.
  2. Steikið síðan nautahakkið á pönnunni upp úr olíunni.
  3. Kryddið hakkið til með salti og pipar.
  4. Skerið síðan laukinn og selleríið smátt niður.
  5. Rífið niður gulræturnar með rifjárni.
  6. Blandið síðan lauknum, selleríinu og gulrótunum út í hakkið.
  7. Setjið síðan worcestershire sósuna út í ásamt tómat púrrunni.
  8. Blandið síðan bisto saman við vatn og hellið út á pönnuna ásamt rauðvíninu.
  9. Rífið hvítlaukinn fínt niður og bætið út á pönnuna.
  10. Bætið að lokum grænu baununum út á pönnuna ásamt ferska rósmaríninu.
  11. Látið þetta malla við lágan hita í um bil 30 mínútur eða lengur.
  12. Næst er vert að laga kartöflumúsina.

Kartöflumús

  • 700 g kartöflur
  • 2 eggjarauður
  • 120 g parmesanostur
  • 2 msk. smjör
  • 50 - 70 ml mjólk 
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að flysja kartöflurnar, skerið þær í bita og sjóðið í um bil 20 -25 mínútur.
  2. Þegar þær eru tilbúnar er best að gera kartöflumúsina í hrærivél en það má hræra hana saman á annan hátt.
  3. Setjið kartöflurnar í hrærivélaskálina ásamt, salti, pipar, rifnum parmesanosti, 2 msk. smjöri, eggjarauðum og mjólk.
  4. Blandaðu þessu vel saman.
  5. Helga Magga setti um það bil 80 g parmesanost út í kartöflumúsina og 40 g ofan á.

Samsetning:

  1. Setjið svo kjötrétturinn ofan í eldfast mót og setjið síðan ofan á.
  2. Setjið rifinn parmesanost yfir í lokin en það má líka setja venjulegan rifinn ost.
  3. Hitið réttinn í ofni í um það bil 25 mínútur við 200°C hita eða þar til osturinn er farinn að bráðna.

Gúrkusalat

  • 1 gúrka, niðurskorin
  • 100 g grísk jógúrt
  • 1 msk. hrísgrjónaedik
  • 3-4 msk. ferskt dill  
  • salt, pipar og hvítlaukur eftir smekk
  • vorlaukur, skorinn niður í sneiðar, magn eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið grískri jógúrt, hrísgrjónaediki, dilli, hvítlauk og kryddum saman í skál og setjið svo gúrkuna út í í lokin.
  2. Setjið síðan vorlaukinn ofan á salatið í lokin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert