Hér er á ferðinni uppskrift af ómótstæðilega góðu grilluðu cinnabonbrauðið sem á eftir að trylla bragðlaukana. Ef þig langar að slá í gegn með sælkerabakkelsi um helgina þá er þetta málið. Árni Þorvarðarson bakari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi á heiðurinn af þessari dýrð. Cinnabon er vinsæl tegund af sætu brauði sem er þekkt fyrir sitt heillandi bragð og einstaklega bragðmikið yfirborð. Cinnabon er upphaflega frá Bandaríkjunum og hefur orðið mjög vinsælt um allan heim.
Þetta ostakrem er hreint lostæti.
Ljósmynd/Árni Þorvarðarson
Grillað cinnabonbrauð
- 592 g pítsahveiti
- 7 g þurrger
- 12 g salt
- 47 g olía
- 332 g vatn
Aðferð:
- Vigtið allt hráefnið saman í hrærivélaskál.
- Notið krók og hrærið í 4 mínútur á 30% hraða og 4 mínútur á 60% hraða.
- Setjið olíu í form og skiptið deiginu í formin. Helst eru notuð álform sem hægt er að setja á grillið og hita upp.
- Leyfið deiginu að standa við stofuhita í um það bil 60 mínútur vel húðað af olíu.
- Þrýstið út með puttunum þar til deigið nær út í allt formið.
- Stundum þarf að endurtaka hvíldartímann.
- Setjið inn í kæli í 12 klukkustundir.
- Stráið kanilsykri yfir brauðið fyrir bakstur.
- Hitið ofninn í 210°C hita.
- Leyfið deiginu að stækkað aðeins áður en það er bakað. Setjið inn í ofn á 210°C hita í um það bil 12 mínútur. Eða bakaði í pítsaaofni á kaldasta svæðinu í ofninum, gott er að setja álpappír yfir svo brauðið brenni ekki að ofan.
- Þegar brauðið hefur kólnað er það skorið niður í flottar stærðir og ostakremi dreift yfir (sjá uppskrift fyrir neðan).
- Gott er að hita aftur upp á grillinu með mat ef vill.
Ostakrem
- 62 g rjómaostur
- 125 g smjör (brætt)
- 1 tsk. vanilludropar
- 312 g flórsykur
Aðferð:
- Vigtið allt hráefnið saman nema smjörið í hrærivélaskál og notið spaða.
- Bræðið smjörið í potti.
- Blandið svo saman við rjómaostinn og flórsykurinn.
- Hrærið þar til kremið verður létt og ljóst.
- Setjið síðan yfir cinnabonbrauðið eins og ykkur langar að hafa það.