„Skóf af mér 12 kíló“

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir ljóstr­ar upp mat­ar­venj­um sín­um og fleiri …
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir ljóstr­ar upp mat­ar­venj­um sín­um og fleiri áhugaverðum hlutum tengdum mat. mbl.is/Eyþór

Ragn­hild­ur Alda María Vil­hjálms­dótt­ir ljóstr­ar upp mat­ar­venj­um sín­um og fleiri áhuga­verðum hlut­um tengd­um mat fyr­ir les­end­um Mat­ar­vefs­insHún byrjaði að taka mataræðið í gegn í fyrra og náði miklu ár­angri. Hún seg­ist þó borða allt sem henni finnst gott en í skyn­sam­legu magni.

Hún er borg­ar­full­trúi og varaþingmaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í Reykja­vík og býr í gamla Vest­ur­bæn­um. „Ég er 34 ára göm­ul og gift Ein­ari Friðriks­syni lækni, og á einn hund og tvö börn, þar af ung­ling úr fyrra sam­bandi og eina tveggja ára telpu,“ seg­ir Ragn­hild­ur Alda og bæt­ir við að hún sé einnig yfir­kokk­ur­inn á heim­il­inu.

Mark­miðið að pass­ar í all­ar dragt­irn­ar aft­ur

„Í nóv­em­ber í fyrra byrjaði ég í bullandi heilsu­átaki með það mark­mið að passa aft­ur í all­ar dragt­irn­ar sem ég hafði rétt­lætt að kaupa dýr­um dóm­um af því ég ætlaði að nota þær í ár­araðir, en varð svo ólétt. Þess­ir viðbót­ar sentí­metr­ar sem fylgja barneign­um voru svona fast­ari við mig en áður og á þeim grunni rétt­lætti ég kaup á nokkr­um nýj­um drögt­um. Svo fann ég að streit­an var far­in að segja til sín og veskið orðið létt­ara en ég kærði mig um þar sem ég var orðin fasta­gest­ur á helstu bakarí­um hverf­is­ins og þá var eina ráðið að fara í átak,“ seg­ir Ragn­hild­ur Alda.

Sig­ur­inn sótt­ur í eld­húsið

„Ég hef því gjör­breytt mat­ar­venj­um mín­um síðustu mánuði. Þó ég borði ennþá allt sem mér sýn­ist og er sí­borðandi, þá er mun­ur­inn að ég borða það í skyn­sam­legu magni og með meiri áherslu á mat sem er í ein­um bita bæði prótein­rík­ur og með fjöl­breytt sam­an­safn nær­ing­ar­efna. Ég skóf af mér 12 kíló með þessu og segi við þá sem vilja létta sig að sig­ur­inn sé sótt­ur í eld­húsið.“

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Ég hef fengið mér sama morg­un­mat­inn nán­ast hvern ein­asta dag í ár­araðir, það er skál af létt AB-mjólk með mat­skeið af fræj­um eða „Boozt­blöndu“ úr Krón­unni og svo te­skeið af rús­ín­um, og French Roast upp­á­hell­ing frá Te og Kaffi. Í kring­um tví­tugt komst ég að því að ef ég byrja dag­inn minn á góðgerl­um eins og eru í AB mjólk er orku­stigið mun meira, svo er ég skel af konu ef ég fæ ekki kaffi­boll­ann minn.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ég er alltaf eitt­hvað á ferðinni og þá er nauðsyn­legt að vera með snarl. Ég er mikið að vinna með ban­ana, epli og skyrskvís­ur, en gef öllu séns sem er hægt að svolgra ofan í sig, keyra bíl og kannski jafn­vel taka sím­tal í leiðinni, sem er þá auðvitað tengd­ur við bíl­inn. Eins lengi og það er ekki mik­ill syk­ur í því, ef ég borða mik­inn syk­ur fyr­ir há­degi þá er það bara ávís­un á slen eft­ir há­degi.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Af ein­skærri til­lit­semi við þá sem þurfa að um­gang­ast mig sleppi ég aldrei morg­un-, há­deg­is- eða kvöld­mat nema í ein­skærri neyð.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Egg og AB-mjólk sem ég borða dag­lega, svo geymi ég alltaf Atkins pe­anut butter cup í nátt­borðinu þar sem ég fæ mér líka eitt stykki svo­leiðis á hverju kvöldi.“

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á hvert ferðu?

„Það kall­ast oft á í mér íhaldið og frjáls­lyndið við val á veit­inga­stöðum. Stund­um kem­ur yfir mig kjötþrá þar sem ekk­ert minna dug­ar en blóðrauð steik með góðu rauðvíni. Þegar ég lendi á góðri steik þá lif­ir minn­ing­in um hana furðulega lengi. Oft á ég bágt með muna hvað fólk heit­ir sem ég hitti reglu­lega en á sama tíma man ég ljós­lif­andi eft­ir Port­er­housesteik­ina sem ég fékk mér á Steik­hús­inu fyr­ir þrem­ur árum get. Sé æv­in­týraþráin við stýrið þá er hringt í hipp og kúl vin eft­ir ráðgjöf, ég fór á veit­ingastaðinn Uppi ný­lega og var svo ánægð með hann að ég held að það verði bara staður­inn sem ég fer á til að gera vel við mig næsta árið. Mat­seðil­inn þar slær tvær flug­ur í einu höggi með sturluðum steik­um en líka meira fram­andi rétt­um.“

Maður fatt­ar ekki hversu stórt hlut­verk sjón­in spil­ar

Er ein­hver veit­ingastaður úti í heimi sem er á Bucket-list­an­um yfir þá staði sem þú verður að heim­sækja?

„Ekki sem stend­ur. Ég var alltaf með Dans le noir á lista hjá mér eft­ir sen­una í róm­an­tísku gam­an­mynd­inni About time þar sem aðal­stjörn­un­ar hitt­ast á þess­um veit­ingastað þar sem all­ir borða í kolniðamyrkri. Svo fór ég þangað með eig­in­mann­in­um í af­mæl­is­ferð til London fyr­ir nokkr­um árum og kem­ur í ljós að það er sjúk­lega óþægi­legt að borða í al­gjöru myrkri þar sem maður sér ekki einu sinni hend­urn­ar á sér, ekki síst vegna þess að maður get­ur ekki beint miðað hnífa­pör­un­um. Ég var al­veg við það að guggna en kom mér í gegn­um þetta með því að halda fast í hönd­ina á eig­in­mann­in­um og fót­inn á vínglas­inu. Mat­ur­inn bragðast líka öðru­vísi og upp­lif­un­in á áferðinni og allt þetta er allt öðru­vísi. Maður fatt­ar ekki hve stórt hlut­verk sjón­in spil­ar í því hvernig okk­ur finnst mat­ur­inn bragðast.“ 

Hvað vilt þú á pitsuna þína?

„Nán­ast allt sam­an nema kart­öfl­ur, ban­ana og an­sjó­s­ur þá helst vegna ein­skærra for­dóma gagn­vart þess­um fram­andi bragðteg­und­um. Við erum með pitsa­kvöld aðra hverja viku og þá set ég lauk, ólíf­ur, skinku, pepp­eróní, sveppi, döðlur og papriku. Ég fæ mér ávallt Dom­in­os Extra en skipti henni óspart í tvennt til að breyta aðeins til.“

Upp­á­halds­rétt­ur­inn þinn?

„Klass­ísk púður­syk­urs­mar­ens­rjóma­terta er mitt eina sanna upp­á­hald.  Ann­ars er ég svo mik­ill mat­hák­ur að ég á mjög erfitt með að gera upp á milli.“ 

For­fall­in eft­ir­rétta­kona

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Ég hef alltaf verið meira fyr­ir sal­at, nema þegar um brúnaðar kart­öfl­ur eða kart­öflumús er að ræða. Enda erum við þá kom­in ná­lægt því að vera með eft­ir­rétti og ég er for­fall­in eft­ir­rétt­ar­kona.“

Hvort finnst þér skemmti­legra að baka eða mat­reiða?

„Ég er klár­lega meiri bak­ari, sem má ör­ugg­lega rekja til þess að vera sólg­in í eft­ir­rétti. En þá er ég svona klass­íker og baka bara tert­ur og kök­ur eins og púður­syk­urs­mar­ens, Ricekrispies tertu, djöfla­köku, franska súkkulaðiköku eða gömlu góðu peru­tert­una. Þess­ar tíma­lausu sam­setn­ing­ar af sykri, smjöri og rjóma með smá ávöxt­um jafn­vel þykja mér lang­best­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert