Eftirréttir með frönsku ívafi hjá Auði og Sylvíu

Auður Ögn Árnadóttir og Sylvía Haukdal hjá 17 Sortum erum …
Auður Ögn Árnadóttir og Sylvía Haukdal hjá 17 Sortum erum með sælkera Pop Up um helgina þar sem boðið verður upp á eftirrétti sem ættaðir eru frá Frakklandi. Samsett mynd

Þeir sem elska franska sælkera eftirrétti geta tekið gleðin sína um helgina en 17 Sortir verða með sjaldséð Pop Up um helgina, dagana 7. til 8. september í Hagkaup Smáralind. Kræsingarnar verða seldar í stykkjatali.

„Þetta eru eftirréttir sem eru ættaðir frá Frakklandi og fólk getur komið og valið úr borðinu hjá okkur. Það verður nóg úr að velja,“ segir Auður Ögn Árnadóttir annar eigenda hjá 17 Sortum en sjálf er hún dolfallin aðdáandi franskra eftirrétta og sælkerakræsinga.

Girnilegir eftirréttirnir.
Girnilegir eftirréttirnir. Ljósmynd/17 Soritr

„ Planið er að vera reglulega með svona Pop Up og tengja viðburðinn TAX free dögum hjá Hagkaup sem haldnir eru nokkrum sinnum á ári,“ segir Auður.

Auður á og rekur 17 Sortir í samstarfi við Sylvíu Haukdal en báðar hafa þær mikla ástríðu fyrir fallegum og ljúffengum tertum og smáréttakræsingum sem fanga augu og munn.

Hér má sjá hvað verður á boðstólum: 

  • Millefeuille Ispahan sem er brúnað smjördeig með mús úr lyche ávöxtum og rósablöðum með ferskum hindberjum.
  • Choux keylime pie sem er vatnsdeigsbolla með stökkum toppi, keylime pie mús og brenndum marens.
  • Tarte með sítrónu curd, ítölskum marens og ferskum hindberjum.
  • Tarte með rjómakaramellu og 70% Sao Tome single origin súkkulaðiganache og súkkulaðimús.
  • Tiramísu klassískt
  • Tiramísu með pistasíumús.
  • Tarte með sólberja curd, 70% súkkulaði og sólberjamús.
  •  Makkaróna með kampavíns ganache og hindberjum.
  • Makkaróna með súkkulaði-espresso mús, 70% súkkulaði og Baileys.
  • Choux frappuccino sem er vatnsdeigsbolla með stökkum toppi, fyllt með kaffi creme patisserie, rjóma og karamellu.
  • Marensdraumur.
  • Tarte með passion ávöxtum og mangó mousse, hvítu súkkulaði og ítölskum marens.

Það má með sanni segja að franskara verði það ekki.

Ljósmynd/17 Sortir
Ljósmynd/17 Sortir
Ljósmynd/17 Sortir
Ljósmynd/17 Sortir
Ljósmynd/17 Sortir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka