Þeir sem elska franska sælkera eftirrétti geta tekið gleðin sína um helgina en 17 Sortir verða með sjaldséð Pop Up um helgina, dagana 7. til 8. september í Hagkaup Smáralind. Kræsingarnar verða seldar í stykkjatali.
„Þetta eru eftirréttir sem eru ættaðir frá Frakklandi og fólk getur komið og valið úr borðinu hjá okkur. Það verður nóg úr að velja,“ segir Auður Ögn Árnadóttir annar eigenda hjá 17 Sortum en sjálf er hún dolfallin aðdáandi franskra eftirrétta og sælkerakræsinga.
„ Planið er að vera reglulega með svona Pop Up og tengja viðburðinn TAX free dögum hjá Hagkaup sem haldnir eru nokkrum sinnum á ári,“ segir Auður.
Auður á og rekur 17 Sortir í samstarfi við Sylvíu Haukdal en báðar hafa þær mikla ástríðu fyrir fallegum og ljúffengum tertum og smáréttakræsingum sem fanga augu og munn.
Það má með sanni segja að franskara verði það ekki.