Uppáhaldsbúðingur Mörtu Maríu í Húsó

Marta María Arnarsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans elskar þennan súkkulaðibúning.
Marta María Arnarsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans elskar þennan súkkulaðibúning. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­irn­ar úr Húsóeld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um mat­ar­vefs­ins.

Að þessu sinni deil­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans með les­end­um upp­skrift að súkkulaðibúðing að hætti Húsó. Það má líka kalla þetta matarlímsbúðing ef vill en það er miklu auðveldara að gera þennan en ykkur grunar.

„Þetta er uppáhaldsbúðingurinn minn, ég er svo mikill súkkulaðiunnandi,“ segir Marta María með bros á vör.

„Það eru margir sem hræðast það að vinna með matarlím. En þegar rétt er farið að og öllum skrefum er fylgt samviskusamlega er lítið mál að gera  dýrindis matarlímsbúðing. Í matargerð er auðvelt að breyta uppskriftum og gera „dass” af þessu og hinu eftir eigin hentisemi. Það gengur ekki svo auðveldlega upp þegar unnið er með matarlím enda getur maður þá endað með kekkjóttan búðing og það viljum við ekki. Það þarf að beita þolinmæði og bera virðingu fyrir ferlinu, þá mun allt ganga smurt,“ segir Marta María.

Nú er bara að bretta upp ermar og prófa. 

Súkkulaðibúðingurinn að hætti Húsó á eftir að slá i gegn.
Súkkulaðibúðingurinn að hætti Húsó á eftir að slá i gegn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Súkkulaðibúðingur að hætti Húsó

  • 4 blöð matarlím (8 gr.)
  • 2 egg
  • 35 g sykur
  • 50 g rifið eða saxað súkkulaði
  • 1 tsk. kakó
  • 2 dl rjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að rífa eða saxa súkkulaðið. 
  2. Leggið matarlímsblöðin í bleyti í ískalt vatn.
  3. Þeytið rjómann. 
  4. Sigtið kakóið út í og þeytið með rjómanum í restina. Setjið í skál og geymið í kæli. 
  5. Þvoið hrærivélaskálina og þeytarann vel og þurrkið.
  6. Þeytið eggin og sykurinn létt og ljóst í hreinni skálinni. 
  7. Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið yfir vatnsbaði eðaí örbylgjuofni. 
  8. Kælið með 1 msk. af vatni í 37°C.
  9. Hellið í mjórri bunu út í eggjahræruna, hrærið í meðsleikju, alltaf frá botninum fram og til baka, ekki í hringi. 
  10. Blandið rjómanum og súkkulaðinu saman við. 
  11. Berið fram í fallegri skál, skreytið endilega með rjóma og söxuðu súkkulaði. 
  12. Gott er að bera súkkulaðibúðinginn fram með ferskum ávöxtum. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert