Albert Eiríksson matarbloggari og sælkeri með meiru er svo heppinn að hann fær oft boð í alls konar kaffi- og matarboð um land allt.
Iðulega eru spennandi kræsingar lagðar á borð fyrir Albert sem töfra hann upp úr skónum og þá fær hann auðvitað uppskriftirnar af því sem í boðið var. Uppskriftirnar úr þessum dýrindis heimboðum sem Albert fær birtir hann á uppskriftavef sínum Albert eldar og þar er að finna fullt af girnilegum uppskriftum sem eiga sér sögu.
Á dögunum birti Albert uppskrift af þessari guðdómlegu Bláberjafrómastertu fær mann til að langa í tertu með berjum og gaf hann leyfi fyrir því að lesendur Matarvefsins fengju að njóta þessara uppskriftar. Nú er tími berjauppskerunnar og þá er einmitt tilefni til að skella í þessa tertu ef þið nælið ykkur í ný íslensk aðalbláber út í móa.
Bláberjafrómastertan kemur úr smiðju Barböru á Ísafirði en Barbara ljóstraði uppskriftinni eftir að Albert biðla til hennar um að ljóstra henni upp.
„Þú bara verður að fá hana Barböru til að útbúa fyrir þig Bláberjafrómastertuna, hún er alveg himnesk.“ Þetta hef ég heyrt lengi á Ísafirði. Loksins þegar ég hafði mig upp í að biðja hana um uppskrift, Barbara var heldur betur til í það og ekki nóg með það, hún skellti bara í hana sisvona, með bláberjum sem hún var nýbúin að tína. Tertan er æði. Þetta er ekkert oflof, tertan er einstaklega góð. Það þarf varla að taka fram að æskilegt er að bláberin séu vestfirsk – þannig verður tertan auðvitað enn betri,“ segir Albert og hlær.
Bláberjafrómasterta
Svampbotn
Aðferð:
Bláberjafrómas
Aðferð:
Til skreytingar:
Samsetning: