Innköllun á Cumin frá Prymat

Mini Market, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað …
Mini Market, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Cumin. Ljósmynd/Aðsend

Mini Market, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Cumin (Kmin Rzymski) frá Prymat í Póllandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Ástæða innköllunar: Varan er innkölluð þar sem hátt magn af pyrroizidine alkaloids greindist í vörunni.

Hver er hættan? Pyrroizidine alkaloids er náttúrulegt eiturefni sem getur myndast í ákveðnum plöntutegundum.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Prymat. Vöruheiti: Ground cumin / Kmin rzymski mielony

Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31.03.2026. Strikamerki: 5901135032001. Nettómagn: 15 g

Framleiðandi: Prymat sp. z.o.o. Framleiðsluland: Pólland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Mini Market., Faxafeni 14, 108 Reykjavík

Dreifing: Mini Market ehf, Drafnarfell 14, 111 Reykjavík

Leiðbeiningar til neytenda: Viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar hjá Mini Market í síma 5170107 eða sala@minimarket.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert