Hindberjasjeikinn er uppáhalds hjá Margréti Leifs

Margrét Leifs býður upp á hindberjasjeik sem gefur þér orku …
Margrét Leifs býður upp á hindberjasjeik sem gefur þér orku út daginn. Samsett mynd/mbl.is/Árni Sæberg

Margrét Leifs heilsumarkþjálfi kann svo sannarlega að gera holla og góða sjeika sem gleðja líkama og sál. Þessi hindberjasjeik er einn af hennar uppáhalds og á haustin leggur hún mikið upp úr því að fá sér reglulega holla og góða sjeika. Þessi gefur þér orku út daginn og svo er hann svo bragðgóður.

Girnilegur í fallegu glasi.
Girnilegur í fallegu glasi. mbl.is/Árni Sæberg

Hindberjasjeik

Fyrir 2

  • 2 dl möndlur, búnar að liggja í bleyti í 8 klukkustundir og skolaðar vel
  • 7 dl kalt vatn
  • 8-10 döðlur, steinlausar
  • 6 dl frosin hindber
  • 4 msk. möndlusmjör

 Aðferð:

  1. Setjið möndlurnar, vatnið og döðlurnar í blandarann og blandið saman.
  2. Bætið frosnum jarðarberjum og möndlusmjöri út í og blandið aftur.
  3. Hellið í fallegt glas, skreytið með hindberjum og njótið í góðum félagsskap.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert