„Mér finnst ég alltaf vera borðandi“

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt undir nafninu Ragga nagli, opinberar matarvenjur …
Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt undir nafninu Ragga nagli, opinberar matarvenjur sínar. Samsett mynd

Ragn­hild­ur Þórðardótt­ir, bet­ur þekkt op­in­ber­lega sem Ragga nagli, flett­ir ofan leynd­ar­mál­inu sem varðar mat­ar­venj­ur henn­ar. Hún tek­ur vel til mat­ar síns og borðar í raun miklu meira en marga grun­ar.

Hún er mik­il áhuga­mann­eskaj um allt sem við kem­ur and­legri og lík­am­legri heilsu. Hún er sál­fræðing­ur, pistla­höf­und­ur, fyr­ir­les­ari og hlaðvarp­ari í Heilsu­varp­inu svo fátt sé nefnt.

„Í hlaðvarp­inu mínu fjalla ég um allt sem viðkem­ur and­legri og lík­am­legri heilsu sem er mér hug­leikið efni. Hvaða varðar mat­ar­venj­ur mín­ar þá er það á hreinu að mér finnst skipti máli að nær­ast vel. Mér finnst ég alltaf vera borðandi. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að borða, og það síðasta sem ég geri áður en ég fer að sofa er að borða.“

Ekki sleppa kol­vetn­um

„Ég hvet til að mynda all­ar kon­ur á breyt­inga­skeiði til að passa vel upp á mat­ar­venj­ur sín­ar, borða reglu­leg­ar máltíðir og passa upp á pró­tínn­eyslu og ekki sleppa kol­vetn­um. Jafn­framt hafa í huga að ým­is­legt er pré­dikað á sam­fé­lags­miðlum sem okk­ar tauga­kerfi og horm­óna­kerfi ræður eng­an veg­inn við og ger­ir bara illt verra,“ seg­ir Ragga nagli.

„Það er gríðarlega mik­il­vægt að njóta mat­ar með nú­vit­und og taka sér góðan tíma í máltíðir, með að borða hæg­ar, tyggja vel, leggja frá sér hnífa­pör­in milli bita og vera ekki um­kringd áreit­um sem draga at­hygl­ina frá matn­um. Mitt mark­mið er að losa fólk við mat­arkvíða og að það eigi í heil­brigðu sam­bandi við mat,“ seg­ir Ragga nagli ákveðin. 

Ragga er dugleg að hreyfa sig utan dyra og spilar …
Ragga er dug­leg að hreyfa sig utan dyra og spil­ar meðal ann­ars golf. Ljós­mynd/​Snorri Steinn

Hún svipt­ir hér leynd­ar­mál­inu bak við mat­ar­venj­ur sín­ar en Ragga nagli legg­ur sig fram við að borða vel og njóta mat­ar­ins.

Al­gjör morg­un­matsperri

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Ég er al­gjör morg­un­matsperri og vakna yf­ir­leitt hungruð eins og kett­ling­ur í húsa­sundi. Svo morg­un­mat­ur­inn minn er mjög stór máltíð og ég dúll­ast í því í al­veg 45 mín­út­ur. Ég borða mjög hægt og í mik­illi nú­vit­und.“

„Þetta er hafra­graut­ur með NOW maple stevía drop­um og heit­um kanilepl­um og Good Good hnetu­smjör­inu er í miklu upp­á­haldi. Yfir graut­inn myl ég MUNA kara­mellu maís­kök­ur til að fá kröns und­ir tönn. Ég er nefni­lega áferðarperri þegar kem­ur að mat. Með þessu borða ég eggja­köku til að fá pró­tín og í hana hendi ég svepp­um og kalk­úna­bei­koni og löðra vel af syk­ur­lausri tóm­atsósu yfir. Svo eru það víta­mín­in sem ég tek inn dag­lega: Omega-3, EVE fjölvíta­mín fyr­ir kon­ur og D-víta­mín.“

„Eft­ir þessa gleði fer ég í rækt­ina að lyfta og eft­ir átök­in við járnið þrykki ég í mig hnausþykk­um pró­tín­sj­eik úr NOW Plant protein comp­l­ex því ég er með mjólkuróþol og svo ein­hverj­um ein­föld­um kol­vetn­um eins og morgun­korni, hvít­um beygl­um eða Oreo kexi til að keyra upp insúlínið sem þrýst­ir pró­tíni í hungraða vöðvana sem eru eins og fuglsung­ar með op­inn gogg­inn á þess­um tíma­punkti og viðgerðarferlið hefst á núll einni.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst? 

„Máltíðirn­ar mín­ar eru það stór­ar að ég er yf­ir­leitt ekki svöng fyrr en eft­ir 3-4 klukku­stund­ir og þá fæ ég mér heila máltíð. Lítið snarl ger­ir ósköp lítið fyr­ir mig því ég er með óend­an­legt maga­mál og oft er það eins og að henda fjöður í í Al­manna­gjá. En ef ég er á ferðinni og er orðin mjög svöng þá myndi ég henda í mig ávexti og MIST upp­bygg­ingu til að fá pró­tín og kol­vetni og fleyta mér fram að næstu máltíð.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„All­ar máltíðir dags­ins eru ómiss­andi að mínu mati. Rann­sókn­ir sýna að fólk sem borðar 3-4 staðgóðar vel sam­sett­ar máltíðir yfir dag­inn með nægu pró­tíni, trefj­um og góðri fitu upp­lifa minni lang­an­ir og falla síður í skúffu­skröltið á kvöld­in í ör­vænt­ing­ar­fullri leit að skjótri orku.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Maj­ónes, plönt­umjólk, epli, kjúk­linga­bring­ur, sæt­ar kart­öfl­ur, kúr­bít og jarðarber.“

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á hvert ferðu?

„Upp­á­haldsstaðirn­ir mín­ir í Kaup­manna­höfn eru Bo­at­hou­se, Bistro Royal, PS bar + grill og Asi­an Mar­ket og í Mal­mö fer ég á Kol & Cocktails. En á Íslandi elska ég Tap­as nautaban­ans á Tap­as barn­um, steik á Fjall­kon­unni og Snaps Bistro og lax­inn á Rub 23.“ 

Er ein­hver veit­ingastaður úti í heimi sem er á Bucket-list­an­um yfir þá staði sem þú verður að heim­sækja?

„Það er svo sem eng­inn staður á fötulist­an­um, en ég væri al­veg til í að fara aft­ur á nokkra staði og þá sér­stak­lega asísk­an stað í Ham­borg þar sem við pöntuðum sautján smá­rétti sem voru hver öðrum ljúf­feng­ari.“

Hvað vilt þú á pítsuna þína? 

Upp­á­hald­spít­s­an mín er frá stað í Kaup­manna­höfn sem heit­ir Forno a Legna og er pitsa bianca með kart­öfl­um, pestó, rós­marín og skinku.“

Nauta­steik verður síðasta kvöld­máltíðin 

Hvað færð þú þér á pyls­una þín?

„Hef ekki borðað pylsu í næst­um þrjá­tíu ár svo ég segi pass hér.“

Upp­á­halds­rétt­ur­inn þinn?

„Nauta­steik medi­um rare, kart­öfl­ur og hvít­lauks­majó verður síðasta kvöld­máltíðin mín en ég styn upp­hátt þegar þessi unaður snert­ir tung­una. Eins finnst mér ind­verskt tandoori al­veg tjúllað sem og grillaðar rækj­ur með maj­ónesi.“

Nautasteik, kartöflur og hvítlauksmajó er uppáhaldsmáltíð Röggu nagla.
Nauta­steik, kart­öfl­ur og hvít­lauks­majó er upp­á­halds­máltíð Röggu nagla. Ljós­mynd­ari/​Snorri Steinn

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn? 

„Alltaf bæði. Ef þú tek­ur af mér kol­vetn­in þá eru góðar lík­ur á of­beldi, en ég þarf þau til að knýja mig áfram í rækt og dag­leg­ur lífi. Ég borða mjög mikið af bæði venju­leg­um kart­öfl­um, bakaðri kart­öflu og sæt­um kart­öfl­um, Og allt sem er grænt grænt er vin­ur þinn með trefj­um, víta­mín­um og góðri maga­fyll­ingu. Grillað brok­kolí og bakað krispí rósa­kál eru upp­á­halds.“

Hvort finnst þér skemmti­legra að baka eða mat­reiða? 

„Má ég segja bæði? Mér finnst ótrú­lega gam­an að dúlla mér í eld­hús­inu og prófa mig áfram með eitt­hvað nýtt og spenn­andi. Sér­stak­lega syk­ur­laus bakst­ur en ég nota eryth­ritol eða Good Good Sweet like sug­ar alltaf í staðinn. En ég fæ stund­um kvíða yfir  bakstr­in­um því rými fyr­ir mis­tök er ansi lítið, meðan mat­reiðslan get­ur verið meira slump og kæru­leysi sem á vel við mitt ADHD.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka