Hin klassíska marmarakaka úr Húsó-eldhúsinu

Hin klassíska marmarakaka að hætti Húsó.
Hin klassíska marmarakaka að hætti Húsó. mbl.is/Árni Sæberg

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um eru leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­irn­ar úr Húsó-­eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um mat­ar­vefs­ins.

Að þessu sinni deil­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans með les­end­um upp­skrift að klassískri marmaraköku að hætti Húsó. Það er dásamlegt að geta boðið upp á þessa ljúfu marmaraköku með helgarkaffinu og ilmurinn úr eldhúsinu verður lokkandi.

Marmarakaka

  • 150 g lint smjör eða 1 ¼ dl matarolía
  • 1 ½ dl sykur
  • 2 egg
  • 3 dl hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 dl mjólk
  • 1 tsk. vanilludropar eða kardimommudropar

Aðferð:

  1. Hrærið smjöri/matarolíu og sykur saman í hrærivél.
  2. Brjótið eitt egg í einu í glas og blandið saman við og hrærið vel.
  3. Látið því næst hveiti og lyftiduft ásamt mjólk og vanilludropum út í hrærivélaskálina og hrærið þar til allt hefur blandast vel. Gætið þess að hræra ekki lengi í þessu skrefi.
  4. Takið 1/3 af deiginu og látið í smurt formkökuform, takið annan 1/3 af deiginu og látið á vinnudisk.
  5. Blandið í 1/3 hluta deigsins sem eftir er í hrærivélaskálinni með 2 msk. kakó, 2 tsk. sykur og 2 msk. mjólk. Látið kakódeigið í mótið, ofan á ljósa 1/3 deigið sem komið er í formið, og efst ljósa deigið sem hvíldi á vinnudisknum. Skerið í gegnum deigið í forminu með hníf, með því myndast fagurt mynstur þegar marmarakakan verður skorin.
  6. Bakið í neðstu grind í ofni við 180°C hita í um það bil 50 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert