Það er komið að helgarbakstrinum og að þessu sinni er það þessi hvítsúkkulaðikaka sem er alveg ómótstæðilega góð. Uppskriftin kemur ofan úr fjalli frá Brynju Döddu Sverrisdóttur ástríðubakara en hún er iðin að baka fyrir sína nánustu segir að innblásturinn fái hún uppi í fjallinu í Kjósinni.
„Þessi er alveg einstaklega góð. Hún kemur úr uppskriftabókinni Súkkulaðiást frá Nóa Síríus. Það er reyndar bók sem ég hef notað mikið, mjög góð og margar góðar uppskriftir í henni,“ segir Brynja Dadda.
„Hvítt súkkulaði er allt öðru vísi en dökkt og bragðið verður einstaklega karamellukennt og kakan er svolítið seig,“ bætir Brynja Dadda við.
Kakan er þétt og svolítið þung með dásamlegt karamellubragð. Í raun þarf ekkert með henni en það má nota rjóma, ís eða karamellusósu.
Ljósbrá
Aðferð: