Diljá Mist matvandasti fullorðni einstaklingurinn á Íslandi

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður ljóstrar upp matarvenjum sínum sem hún …
Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður ljóstrar upp matarvenjum sínum sem hún lítið hafa breyst frá unglingsárunum. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins ljóstr­ar upp sín­um leynd­ar­dóms­fullu mat­ar­venj­um að þessu sinni. Diljá Mist býr í Grafar­vog­in­um ásamt fjöl­skyldu sinni og viður­kenn­ir vel að hún hafi alls ekki full­orðnast þegar kem­ur að mat­ar­venj­um.

„Ég er mat­vand­asti full­orðni Íslend­ing­ur­inn, hef auðvitað áhyggj­ur af viðbrögðum móður minn­ar sem finnst að ég eigi aldrei að ræða mat­ar­venj­ur mín­ar upp­hátt,“ seg­ir Diljá Mist og hlær.

Þá er komið að því að ljóstr­ar því upp sem Diljá Mist borðar helst, spurn­ing hvort kokk­ur­inn á Alþingi hugsi til henn­ar við mat­ar­gerðina.

Al­vöru rauða kók

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Á virk­um dög­um Froosh eða hrökk­brauð. Um helg­ar al­vöru rauða kók.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ég er sísvöng og gríp oft í hrökk­brauð af ein­hverju tagi. Í þing­inu er síðan stór­hættu­legt síðdeg­iskaffi sem freist­ar allt of oft.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

Já al­gjör­lega, ég get ekki látið oft langt líða milli máltíða. Borga ann­ars fyr­ir það með haus­verk og geðvonsku.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Feit­an brauðost og egg.“ 

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á hvert ferðu?

Tap­as Bar­inn er í miklu upp­á­haldi, Mat­ar­kjall­ar­inn og Fjöru­borðið Stokks­eyri líka.“ 

Langt um liðið frá síðustu McDon­ald´s heim­sókn

Er ein­hver veit­ingastaður úti í heimi sem er á „Bucket-list­an­um“ yfir þá staði sem þú verður að heim­sækja?

„Ég er ekki nógu mik­ill sæl­keri til þess. Man aðallega eft­ir slíku þegar það er mjög langt um liðið frá síðustu McDon­ald‘s heim­sókn.“

Hvað vilt þú á pítsuna þína?

Pepp­eróni sem ég svo tek af, bragðið gott en ekki áferðin.“

Upp­á­halds­rétt­ur­inn þinn?

„Pitsa og mexí­kósk­ir rétt­ir.“ 

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Kart­öfl­ur, ég borða ekki sal­at.“

Hvort finnst þér skemmti­legra að baka eða mat­reiða?

„Baka, ekki spurn­ing.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka