Draumavikumatseðillinn hennar Amelíu

Amelía Ósk Hjálmarsdóttir sviptir hulunni af draumavikumatseðlinum sínum.
Amelía Ósk Hjálmarsdóttir sviptir hulunni af draumavikumatseðlinum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Amel­ía Ósk Hjálm­ars­dótt­ir býður upp á vikumat­seðil­inn að þessu sinni. Hún setti sam­an seðil sem er drauma­vikumat­seðill­inn henn­ar og eig­in­manns henn­ar og þá er kjúk­ling­ur í flest mál.

Amel­ía er 26 ára og er frá Blönduósi en býr í Hvera­gerði ásamt mann­in­um sín­um. „Ég byrjaði hjá First Water í fe­brú­ar árið 2023 sem gæðastjóri en var feng­in til að taka við stöðu stöðvar­stjóra í janú­ar síðastliðinn sem er virki­lega frá­bært tæki­færi til að vaxa og dafna í starfi.“

Hafði aldrei gam­an af því að elda

Mat­ar­gerðin var ekki of­ar­lega í huga hjá Amel­íu á yng­ir árum en það hef­ur breyst eft­ir að hún byrjaði að búa og halda eigið heim­ili.

„Ég hafði aldrei gam­an af því að elda þegar ég var yngri en áhug­inn hef­ur smátt og smátt komið eft­ir að ég náði að gera nokkra góða rétti í eld­hús­inu hér heima. Við leggj­um mikla áherslu að borða nóg af próteini svo það er alltaf eitt­hvað kjöt eða fisk­ur í kvöld­mat­inn hjá okk­ur. Ég reyni að eyða ekki mikl­um tíma í eld­hús­inu og hef mat­inn oft­ast mjög ein­fald­an. Á döf­inni þessa dag­ana er út­skrift úr fisk­eld­is­fræði frá Há­skól­an­um á Hól­um. Ég er einnig búin að læra sjáv­ar­út­vegs­fræði og viðskipta­fræði frá HA,“ seg­ir Amel­ía með bros á vör.

Amel­ía er mik­il íþrótta­kona og stund­ar reglu­bundn­ar æf­ing­ar. „Ég æfi cross­fit og hugsa því vel um nær­ingu. Síðan hef ég líka gam­an að því að eiga ró­leg­ar stund­ir og hef gam­an af því að prjóna og verja tíma með fjöl­skyldu og vin­um.“

Fátt betra en góð steik

Þegar kem­ur að mat þá eru steik­urn­ar í miklu upp­á­haldi þegar Amel­ía vill gera vel við sig og sína. „Okk­ur hjón­un­um finnst fátt betra en góð steik svo það er alltaf lamba-eða nauta­steik einu sinni í viku, helst án alls meðlæt­is,“ seg­ir Amel­ía og hlær.

Amel­ía setti sam­an drauma­vikumat­seðil­inn sinn fyr­ir les­end­ur og þar er kjúk­ling­ur í for­grunni. „Við borðum rosa­lega mikið af kjúk­ling enda sérðu að hann er í meiri­hluta í seðlin­um.“

Mánu­dag­ur – Ofn­bakaður lax

„Við höf­um oft­ast fisk á mánu­dög­um, þorsk, lax eða sil­ung. Okk­ur finnst ein­falt alltaf best. Lífs­bæt­andi lax á 30 mín­út­um, en mat­ur und­ir 30 mín­út­ur er akkúrat mitt viðmið.“

Þriðju­dag­ur – Mexí­kósk kjúk­lingasúpa

„Mexí­kósk kjúk­lingasúpa sem spreng­ir alla skala, þessi er al­gjör­lega upp­á­halds. Hún er alltaf jafn góð! Mér finnst best að gera hana um leið og ég klára vinn­una og leyfa henni að malla fram að kvöld­mat.“

Miðviku­dag­ur – Qu­es­a­dilla með kjúk­ling

„Geggjuð qu­es­a­dilla sem tek­ur enga stund að gera og það elska ég. Ein­falt, fljót­legt og sjúk­lega gott.“

Fimmtu­dag­ur – Þorsk­hnakk­ar í hvít­lauksrjóma­ostasósu

„Bestu þorsk­hnakk­arn­ir í hvít­lauksrjóma­ostasósu, svo gott að njóta þeirra.“

Föstu­dag­ur – Nauta­steik og meðlæti

Fátt betra en að byrja helg­ina á al­vöru nauta­steik. Þessi upppskrift stein­ligg­ur.“

Laug­ar­dag­ur – Mangó-chut­ney kjúk­linga­rétt­ur

„Ég verð eig­in­lega að fá að setja hann inn, hann er ekki inn á Mat­ar­vefn­um. Þetta er upp­skrift frá tengda­mömmu og þetta er besti og ein­fald­asti kjúk­linga­rétt­ur í heimi.“

Draumavikumatseðillinn hennar Amelíu

Vista Prenta

Mangó - chut­ney kjúk­linga­rétt­ur

  • 4 stk. kjúk­linga­bring­ur (u.þ.b. 1 kg), skorn­ar í strimla
  • 500 ml rjómi
  • 1 krukka mangó - chut­ney frá Geeta‘s 320 ml (mjög mik­il­vægt að nota rétt chut­ney)
  • Karrí eft­ir smekk
  • Sítr­ónupip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að  skera niður kjúk­linga­bring­urn­ar í strimla, eða hæfi­lega stóra bita og steikið síðan upp úr olíu á pönnu og kryddið til með sítr­ónupip­ar og karrí.
  2. Þegar kjúk­linga­bring­urn­ar eru klár­ar hellið þá öll­um rjóm­an­um út á og setjið alla krukk­una af mangó – chut­ney út í.
  3. Leyfið þessu að malla á pönn­unni í 10 mín­út­ur og smakkið til.
  4. Bætið við karríkryddi ef ykk­ur finnst það þurfa.
  5. Berið rétt­inn svo fram með hrís­grjón­um og naan-brauði.
  6. Best að leyfa rétt­in­um að standa í heitri pönnu í 30 mín­út­ur áður en þið berið hann fram til að fá meira bragð.

Sunnu­dag­ur - Húsó-jap­ansk kjúk­linga­sal­at

„Dá­sam­legt sal­at sem ég held mikið upp á, mæli ein­dregið með því að les­end­ur prófi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert