Í tilefni að útgáfu matreiðslubókarinnar The Coocoo´s Nest buðu hjónin Íris Ann Sigurðardóttir og Lucas Keller í stórfenglegt útgáfupartí á Hótel Holti. Útgáfupartíið þykir eitt það glæsilegasta sem sögur fara af og borðin hreinlega svignuðu utan kræsingunum sem boðið var upp á.
Matreiðslubókin er hin veglegasta, falleg og gerðarleg og er afrakstur þeirra hjóna eftir rekstur veitingastaðarins The Coocoo´s Nest í áratug út á Granda. En þau áttu og ráku veitingastaðinn The Coocoo´s Nest í liðlega tíu ár. Myndirnar eru augnakonfekt að njóta en Íris Ann tók allar myndirnar og uppskriftirnar hver annarri spennandi enda sviptir Lucas hulunni af uppskriftunum af vinsælustu réttum staðarins. Það var mál manna á þarna væri komin matarbiblían sem mun glæða mörg eldhús og matarboð nýju lífi.
Fögnuðu útgáfunni
Mikið fjölmenni mætti til að fagna útgáfunni með hjónunum og sonum þeirra, Indigo og Sky, sem hafa fylgt foreldrum sínum alla tíð gegnum veitingareksturinn á The Coocoo´s Nest og í framhaldinu að útgáfu bókarinnar. Meðal þeirra sem glöddust með fjölskyldunni má nefna Eirný Sigurðardóttur, Áslaugu Snorradóttur, Tobbu Marinós og fjölskyldu svo fáir séu nefndir.
„Við vildum fanga þessum áratug okkar á Grandanum í bók einfaldlega til þess að varðveita þessar minningar,“ segir Íris Ann þegar hún er spurð út tilurðina að útgáfu bókarinnar.
Ævintýraleg upplifun
Íris Ann og Lucas eru þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í framsetningu sinni í matargerð og eru listræn með eindæmum. Þegar inn kom á Hótel Holt blasti við ævintýralega upplifun, boðið var upp á kræsingar og veigar sem fönguðu öll skilningarvit gesta. Meira segja bókunum var stillt upp á listrænan hátt þannig að þær fóru ekki fram hjá neinum sem inn kom. Það var svo sannarlega hipp og kúl stemning í þessu útgáfupartí og gleðin var í fyrirrúmi.
Björg Stefánsdóttir, Rocco Girolami, Nicola Girolami og Lucas Keller.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Ariana Katrín, Marinó Sigurðsson, Ziva Ivadóttir og Íris Ann Sigurðardóttir.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Hlynur Sigurðsson, Kelsey Howell, Ágústa Hreinsdóttir, Marinó Sigurðsson og Elía Winter Hlynsdóttir.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Kolbrún Ásgeirsdóttir, Sólveig Hrafnsdóttir, Ágústa Hreinsdóttir og Fjóla Erlingsdóttir.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Unnur Elisabet Ingimarsdottir og Kata Jóhanness.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Hákon Bragason og Alexandra Mjöll Young.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Bergrún Mist Jóhannesdóttir og Rebekka Rut Marinósdóttir.
Ljósmynd/Rebakka Rut Marinósdóttir
Tobba Marinós og Linda Björk Ingimarsdóttir.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Ronja Karlsdóttir.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Rakel Sigurðardóttir og Salóme Katrín Magnúsdóttir.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Coocoo's staffið „fjölskyldan“.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Eirný Sigurðardóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Íris Ann Sigurðardóttir og Áslaug Snorradóttir.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Indigo Mímir Keller, Íris Ann og Margrét Gylfadóttir.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Helga Lövdahl Arnardóttir.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Gígja Sara Björnsson og Sóley.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Ariana Katrín og Íris Ann.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Tobba Marinós.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Snorri Sigurðarson, Hannes Már Hávarðarson og Lucas Keller.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Matreiðslubækurnar prýddu allar hillur.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Kræsingarnar fönguðu augað og ný íslensks uppskera sáum að skreyta veisluborðin.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Myndirnar tala sínu máli.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Ævintýralegur ljómi var yfir kræsingunum.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Augnakonfekt.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Ómótstæðilegar veitingar í hverju horni.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Fegurð á borði.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Veigarnar voru litríkar og fallegar.
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Skálað!
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Bókin!
Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir