Götubitinn – Reykjavík Street Food hefur verið tilnefndur sem „Besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ á European Street Food Awards, eða „Best street food event organiser in Europe“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Götubitanum - Reykjavik Street Food.
„Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt og því er mikill heiður fyrir Götubitann og Götubitahátíðina að fá þessa tilnefningu þar sem það eru tugi hátíða haldnar víðs vegar um Evrópu á ári hverju,“ segir Róbert Aron Magnússon framkvæmdastjóri Götubitans ehf.
Rafræn kosning er þegar hafin og geta allir tekið þátt sem vilja. Úrslit verða síðan tilkynnt dagana 6-8. október næstkomandi á European Street Food Awards hátíðinni sem haldin verður í Saarbrucken í Þýskalandi en eins og áður hefur komið fram þá mun Komo keppa fyrir Íslands hönd um „Besti Götubitinn í Evrópu“.
Kosning er opin öllum og er hún nú í fullum gangi og vill Róbert hvetja alla að kjósa „Götubitann - Reykjavík Street Food“. Sjá hér.
Einnig er hægt að fara inn á eftirfarandi vefsíðu hér og velja hlekk þar.