Pastarétturinn sem allir elska

Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir töfraði fram þennan girnilega pastarétt sem allir …
Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir töfraði fram þennan girnilega pastarétt sem allir eiga eftir að elska. Samsett mynd

Hér er á ferðinni ljúf­feng­ur pasta­rétt­ur sem er ein­falt að út­búa og mun töfra mat­ar­gest­ina upp úr skón­um. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Þór­dís Ólöf Sig­ur­jóns­dótt­ir hjá Grænker­um og henn­ar reynsla er sú að all­ir sem smakka þenn­an elski hann.

„Ég kynnt­ist þess­um pasta­rétti upp­runa­lega hjá syst­ur minni sem eldaði dá­sam­lega bragðgóðan og of­ur­ein­fald­an pasta­rétt þar sem sós­an sam­an­stóð fyrst og fremst af tómöt­um í dós og mat­reiðslur­jóma. Við það að blanda mat­reiðslur­jóm­an­um út í klass­íska marin­ara sósu urðu ein­hverj­ir töfr­ar til og bragðið er tekið á næsta stig,“ seg­ir Þór­dís.

Girnilegur pastarétturinn.
Girni­leg­ur pasta­rétt­ur­inn. Ljós­mynd/Þ​ór­dís Ólöf Sig­ur­jóns­dótt­ir

Pastarétturinn sem allir elska

Vista Prenta

Pasta­rétt­ur­inn sem all­ir elska

  • 300 g pasta
  • 1 msk. olía
  • 1 gul­ur lauk­ur
  • 2-3 hvít­lauksrif
  • 1 rauð paprika
  • 4 stór­ar gul­ræt­ur
  • 1 dl rauðar linsu­baun­ir
  • 1 dós maukaðir tóm­at­ar, t.d. San Marzano tóm­at­ar
  • 2-3 msk. tóm­at­púrra
  • 250 ml Oatly mat­reiðslur­jómi
  • 1 græn­metisten­ing­ur
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 2 tsk. þurrkuð ít­ölsk krydd, t.d. basil og or­eg­anó (endi­lega nota fersk­ar kryd­d­jurtir í staðinn)

Aðferð:

  1. Hitið pönnu eða pott með olíu.
  2. Saxið lauk og hvít­lauk smátt og mýkið í ol­í­unni.
  3. Skolið linsu­baun­irn­ar vel og bætið þeim út á pönn­una.
  4. Saxið papriku og rífið gul­ræt­ur smátt og bætið einnig sam­an við.
  5. Steikið við væg­an hita þar til græn­metið er mjúkt.
  6. Kryddið og bætið tómöt­um í dós, tóm­at­púrru og mat­reiðslur­jóma sam­an við.
  7. Leyfið sós­unni að malla á meðan pastað er soðið. Hér má mauka sós­una með töfra­sprota en Þór­dís sleppti því.
  8. Þegar pastað er næst­um því soðið í gegn legg­ur Þór­dís til að setja það út í sós­una ásamt ör­litlu pasta­vatni og leyfa því að fulleld­ast í sós­unni.
  9. Berið rétt­inn fram með kasjúhnetu-par­mesanost­in­um, sjá upp­skrift hér fyr­ir neðan, góðri ólífu­olíu og jafn­vel ferskri basiliku og bagu­ette brauði.

Kasjúhnetu-par­mesanost­ur

  • 1 dl kasjúhnet­ur
  • 2 hvít­lauksrif
  • 1 msk. nær­ing­ar­ger, eða eft­ir smekk
  • 1/​2 tsk. salt

Aðferð:

  1. Þurrristið kasjúhnet­urn­ar á pönnu eða í ofni þar til þær eru gulln­ar að lit.
  2. Saxið eða pressið hvít­lauk­inn og setjið svo öll hrá­efn­in sam­an í bland­ara og blandið þar til fín­malað.
  3. Geymið kasjúhnetu-par­mes­anost­inn í kæli.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert