Töfrandi matarupplifun við höfnina í hjarta miðborgarinnar

Dýrðlegur bröns sem gleður matarhjartað hjá öllum sælkerum landsins.
Dýrðlegur bröns sem gleður matarhjartað hjá öllum sælkerum landsins. Samsett mynd

Ég naut þeirra forréttinda að fara í bröns á dögunum til Lucasar Keller, kenndur við veitingastaðinn The Coocoo's Nest og Leif­s Kol­beins­sonar, eiganda La Primavera á Hnoss Bistro sem er staðsettur á jarðhæðinni í Hörpu.

Tvíeykið hefur sam­einað krafta sína með stórkostlegri útkomu. Þær voru ófáar heimsóknirnar mínar á The Coocoo´s Nest út á Granda þegar veitingastaðurinn var opinn þar í áratug og La Primavera í Marshallshúsi er einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum. Þegar ég sá að þessir tveir öðlingar hafa sameinað krafta sína og töfrað fram girnilegan brönsseðil á Hnoss Bistro vissi ég strax að ég yrði að prófa.

Áhrif frá gamla Coocoo´s Nest

Ég get með sanni sagt að sæl­ker­ar þessa lands hafa ærna ástæðu til að heimsækja Hnoss og njóta þess sem í boði er.

Brönsinn er í hlaðborðsformi und­ir sterk­um áhrif­um frá gamla Coocoo's Nest og því er rétt­ast að tala um Coocoo's Nest „bröns take over“ eins og Leifur kemst svo vel að orði og er brönsinn með ítölskum áhrifum í anda La Primavera. Vert er að minnast á það að Lucas lærði hjá Leif á La Primavera í forðum og er innblásinn af ítalskri matargerð sem hefur ávallt verið í forgrunni þar.

Hnossgæti að njóta

Hlaðborðið var hreint hnossgæti að njóta og allir réttirnir sem ég smakkaði ómótstæðilega góðir. Það gladdi matarhjartað mitt mikið að „Egg Florentina“ er á matseðlinum en það er hleypt egg sem borið er fram á hinu fræga súrdeigsbrauði úr smiðju Lucasar með spínati og gráðostasósu sem á sér enga líka. Þvílík dýrð að njóta.

Egg Florentina með gráðostasósu.
Egg Florentina með gráðostasósu. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir

Annar réttur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er líka í boði en það er shakshuka, þar sem egg og tómatar leika listir sínar við bragðlaukana, syndsamlega góður brönsréttur. Það góða við réttina er að þeir eru bornir fram í litlum fallegum eldföstum mótum, ekki of stórir svo hægt er að fá sér fleiri en einn rétt.

Sakshuka er einstaklega góður brönsréttur.
Sakshuka er einstaklega góður brönsréttur. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir

Svo eru það salötin, hvert öðru betra í anda Lucasar. Þar má nefna rauðrófusalat, bygg- og brokkolísalat og nautasalat sem koma öllum skilningarvitunum á flug.

Carpaccio rétturinn er unaðslega góður og osta- og kjötbakkinn á ítalska vísu minnir á menningar- og matarferð til Ítalíu. Með þessum réttum er ótrúlega gott að fá súrdeigsbrauðið fræga sem Lucas hefur margsinnis fengið viðurkenningu fyrir og pestóið sem hann gerir er ómissandi með brauðinu.

Síðan er það mini-burrito baunavefjan sem Lucas gerir betur en nokkur annar. Ómissandi að taka smakk af henni.

Með þessum himnesku réttum er fullkomið að fá sér mímósu eða kampavínsglas.

Eftirréttaborðið fangaði bæði augu og munn að og gerði matarupplifunina enn betri. Hinar frægu pönnukökur eru þar í forgrunni ásamt franskri súkkulaðiköku, ferskum ávöxtum að ógleymdu melónusalatinu með mintunni svo fátt sé nefnt.

Rauðrófusalat sem gleður bragðlaukana.
Rauðrófusalat sem gleður bragðlaukana. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir

Þar sem töfrarnir gerast

Staðsetning staðarins er táknræn og mikil reisn yfir tignarlegum gluggum Hörpunnar sem setja svip sinn á staðinn. Bjart er yfir öllu og þjónustan framúrskarandi í alla staði. Bros og hlýleg framkoma gerði matarupplifunina enn betri.

Ég get svo sannarlega mælt með heimsókn á Hnoss Bistro í bröns og fátt meira gefandi að bjóða fjölskyldunni í bröns í þessu umhverfi og eiga saman góða stund við höfnina í hjarta höfuðborgarinnar í tónlistarhöll okkar Íslendinga þar sem töfrarnir gerast.

Sætkartöflusalat sem bragð er af.
Sætkartöflusalat sem bragð er af. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Súrdeigsbrauðið hans Lucasar bregst ekki.
Súrdeigsbrauðið hans Lucasar bregst ekki. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Bygg- og brokkolísalatið er algjört hnossgæti.
Bygg- og brokkolísalatið er algjört hnossgæti. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Staðurinn er bjartur og stílhreinn og hugglegheitin eru í fyrirrúmi.
Staðurinn er bjartur og stílhreinn og hugglegheitin eru í fyrirrúmi. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Smakktjatt á besta burrito-inu hans Lucasar.
Smakktjatt á besta burrito-inu hans Lucasar. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Mímósa á vel við með brönsinum.
Mímósa á vel við með brönsinum. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Ítalskur sælkerabakki.
Ítalskur sælkerabakki. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Ferskt melónusalat með mintu og öðru góðgæti.
Ferskt melónusalat með mintu og öðru góðgæti. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Súrdeigsbrauðið.
Súrdeigsbrauðið. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Pönnukökur sem allir hafa dálæti af.
Pönnukökur sem allir hafa dálæti af. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Súkkulaðiást.
Súkkulaðiást. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Súkkilaðidraumurinn.
Súkkilaðidraumurinn. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Pestóið sem enginn stenst.
Pestóið sem enginn stenst. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Dýrðin ein.
Dýrðin ein. Ljósmynd/Íris Ann Siguðardóttir
Ávaxtagleðin.
Ávaxtagleðin. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka