Svona getur þú poppað upp túnfisksalatið

Þú getur poppað túnfisksalatið þitt upp með ferskum sprettum, granateplafræjum …
Þú getur poppað túnfisksalatið þitt upp með ferskum sprettum, granateplafræjum svo fátt sé nefnt. Samsett mynd

Í tilefni af heilsudögum Hagkaups sem stóðu yfir á dögunum hélt Helga Magga heilsumarkþjálfi og samfélagsmiðlastjarna matreiðslunámskeið í Hagkaup Smáralind. Eitt af því sem hún sýndi þar var þetta einfalda túnfisksalat og hún benti einnig á sniðugar leiðir til að poppa það upp.

Til að mynda nefnir hún að hægt sé að poppa salatið upp með því að setja smá kóríander dressingunni ofan á. Einnig nefnir hún sprettur frá Vaxa, klettasalat, granateplafræ og öðru sem matarhjartað girnist.

Sjáið Helgu Möggu leika listir sínar með túnfisksalatið hér fyrir neðan.


Túnfisksalatið hennar Helgu Möggu

  • 1 dós túnfiskur í vatni (vatninu hellt af)
  • 100 g kotasæla, maukuð
  • 100 g grísk jógúrt
  • 2 harðsoðin egg, skorin niður í eggjaskerar.
  • vorlaukur eða annar laukur, skorinn smátt niður, magn eftir smekk
  • 1-2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • salt og pipar eftir smekk

Auka til að poppa salatið upp

  • kóríanderdressing, t.d. frá El Taco Truck
  • sprettur frá Vaxa
  • granateplafræ
  • pestó að eigin vali

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra saman kotasælu og grískri jógúrt.
  2. Bætið síðan túnfisknum út í með gaffli, stappið hann aðeins áður en þið setjið hann út í blönduna.
  3. Síðan er eggjunum bætt út í, þegar búið er að skera þau niður í eggjaskerar.
  4. Setjið síðan vorlaukinn og hvítlauk út í blönduna.
  5. Saltið og piprið salatið eftir smekk.
  6. Toppið með því sem ykkur langar í.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert