Uppáhaldsberjaþeytingur Dómkirkjuprestsins

Berjaþeytingurinn er uppáhalds hjá Elínborgu Sturludóttur Dómkirkjupresti.
Berjaþeytingurinn er uppáhalds hjá Elínborgu Sturludóttur Dómkirkjupresti. Samsett mynd

Dóm­kirkjuprest­ur­inn El­ín­borg Sturlu­dótt­ir á sinn uppáhaldsþeyting sem hún fær sér gjarnan á morgnana en það er heimalagaður berjaþeytingur. Eins og fram kom í viðtalið við hana í sunnudagsblaði Morgunblaðsins á dögunum fer hún á hverju hausti út í nátt­úr­una að safna í kist­una fyr­ir vet­ur­inn, þar á meðal aðalbláberjum.

Hún frystir blá­ber­in og notar út á hafra­graut­inn á morgn­ana og í þeytinginn ásamt fleira góðgæti. Í þeytingnum er líka banani og síðan bætir hún við annaðhvort jarðarberjum eða hindberjum.

Berjaþeytingur Dómkirkjuprestsins

Fyrir 1

  • 1 þroskaður banani
  • ½ bolli frosin íslensk bláber
  • ½ bolli frosin hindber eða jarðarber
  • ½ dl mjólk, ab-mjólk eða grísk jógúrt eftir því hvað er í ísskápnum
  • 1 msk. möndlu-eða hnetusmjör
  • granóla eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið nema granóla í blandara og þeytið vel saman þangað til blandan er orðin silkimjúk.
  2. Hellið þeytingnum í hátt og glas og setjið síðan granóla yfir eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert