Nýja vetrarlína Moomin sækir innblástur sinn í vetrarleikana

Blái liturinn er í forgrunni í nýju vetrarlínu Moomin Arabia. …
Blái liturinn er í forgrunni í nýju vetrarlínu Moomin Arabia. Skíðastökk er heitið á nýju línunni. Ljósmynd/Aðsend

Vetrarlína Moomin Arabia árið 2024 ber heitið Skíðastökk og verður sú stærsta til þessa. Hún hefur verið takmörkuð við borðbúnað en nú verður líka í boðið sængurföt og handklæði þar sem lína fær að láta ljós sitt skína.

Nýjasta línan sýnir Múmínsnáða á harðastökki á skíðum og inniheldur krús og skál auk fleiri fallegra muna og eins áður hefur verið nefnt, sængurföt og handklæði í stíl. Múmínaðdáendur munu án efa fagna nýju línunni og njóta þess að horfa á Múmínsnáða á skíðum í loftköstum.

Múmínaðdáendur landsins eiga eftir að fagna nýju línunni.
Múmínaðdáendur landsins eiga eftir að fagna nýju línunni. Ljósmynd/Aðsend

Heitt súkkulaði með rjóma eða heit súpa

Hvort sem þú skellir þér á skíði eða ekki, er fátt sem jafnast á við að sötra á einhverju heitu á köldum vetrardegi. Heitt súkkulaði með rjóma eða heit súpa með ristuðum hnetum, vetrarborðbúnaðurinn frá Moomin Arabia bragðbætir kaffi-og matartímann svo um munar. Vetrarlínan í ár inniheldur bakka, servíettur og fleira fallegt í stíl við hinn sígilda borðbúnað.

Sjáðu magnað skíðastökk Múmínsnáða

Vetrarlínan heldur áfram með kunnuglegt vetraríþróttaþema síðustu tveggja ára, nú með skíðastökki Múmínsnáða. Myndskreytingin sækir innblástur sinn í myndasögu Tove Jansson frá árinu 1955, Vetrarleikarnir, þar sem íbúar Múmíndals slá til allsherjar Vetrarleika.

Í tilraun til þess að ganga í augun á Snorkstelpunni, tekur Múmínsnáði þátt í keppni í skíðastökki. Eftir að hún áttar sig á því hve hættulegt slíkt getur verið, reynir Snorkstelpan að stöðva Múmínsnáða en það er um seinan. Á myndskreytingunni sést hvernig Múmínsnáði er þegar í lausu lofti.

Snorkstelpan, Mía litla og Skuggi ásamt hópi íbúa Múmíndals fylgjast kvíðin með. Jafnvel þótt stökkið endi með brotlendingu á grenitrjátoppunum, er það tilkomumikil sjón.

Vetrarlínan er sú stærsta til þessa en nú er hægt …
Vetrarlínan er sú stærsta til þessa en nú er hægt að fá sængurföt og handklæði í stíl. Ljósmynd/Aðsend

Vetrarlínan stækkar

Vetrarlína Moomin Arabia hefur hingað til verið takmörkuð við borðbúnað en í ár má finna í henni textíl fyrir bæði bað- og svefnherbergi í sama ævintýralega vetrarþema.

Línan inniheldur gesta- og baðhandklæði ásamt sængurfatnaði í sömu bláu litum og borðbúnaðurinn. Textílvörurnar eru gerðar úr 100% lífrænni bómull.

Línan verður aðeins fáanleg í takmörkuðu upplagi á Íslandi frá́ og með föstudeginum 11. október næstkomandi.

Handklæðin eru blá með sama mynstri og bollarnir og eiga …
Handklæðin eru blá með sama mynstri og bollarnir og eiga vel við í eldhúsinu jafnt og inni á baðherberginu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert