Ísland vann tvenn gullverðlaun og silfurverðlaun

Íslenskur götubiti kom sá og sigraði á European Street Food …
Íslenskur götubiti kom sá og sigraði á European Street Food Awards um helgina. Komo sigraði í tveimur flokkum en Atli Snær mat­reiðslu­meist­ari er eig­andi og maðurinn bak við Komo. Hann er hér fyrir miðju á myndinni. Samsett mynd

Íslenskur götubiti kom sá og sigraði á European Street Food Awards um helgina. Komo sigraði í tveimur flokkum „Spice Awards“ annars vegar og „Sustainability Awards“ hins vegar.

Atli Snær mat­reiðslu­meist­ari er eig­andi og maðurinn bak við Komo. Komo hef­ur unnið til fjölda verðlauna á Götu­bita­hátíðinni hér heima og hef­ur hann sam­tals unnið til níu verðlauna. Í ár sigraði hann í flokk­un­um „Besti smá­bit­inn“ og „Besti græn­met­is­bit­inn“ með „Thai mel­ónu­sal­ati“ og í fyrra sigraði hann flokk­inn „Besti smá­bit­inn“ með „Korean fried tiger balls“.

Mikið fjölmenni sækir European Street Food Awards hátiðina
Mikið fjölmenni sækir European Street Food Awards hátiðina Ljósmynd/Aðsend

Götubitinn hreppti silfrið

Götubitinn hlaut svo annað sætið í flokknum „Besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ Keppnin fór fram í Saarbrucken í Þýskalandi um helgina og voru 28 þátttakendur sem tóku þátt í keppninni frá 16 Evrópu löndum.

„Þetta var í fyrsta sinn sem þessi verðlaun voru veitt og því er mik­ill heiður fyr­ir Götu­bit­ann og Götu­bita­hátíðina að hljóta annað sætið þar sem það eru tugi hátíða haldn­ar víðs veg­ar um Evr­ópu á ári hverju,“ seg­ir Ró­bert Aron Magnús­son fram­kvæmda­stjóri Götu­bitans ehf.

Götubitinn hefur frá stofnun verið leiðandi í götubitamenningunni á Íslandi og hefur hún heldur betur slegið í gegn bæði hér á landi og erlendis. Götubitahátíðin er orðin einn af stærstu viðburðunum á Íslandi og hefur aðsókn á hátíðina vaxið frá ári til árs.

Ein af verðlaunaréttunum hjá Komo.
Ein af verðlaunaréttunum hjá Komo. Ljósmynd/Aðsend
Komo-vagninn í allri sinni dýrð.
Komo-vagninn í allri sinni dýrð. Ljósmynd/Aðsend
Komo sló í gegn hjá matargestum.
Komo sló í gegn hjá matargestum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert