Birna og Guðmundur buðu í huggulegt haustboð

Birna Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann buðu í huggulegt haustboð þar …
Birna Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann buðu í huggulegt haustboð þar sem nýjar vörur frá Jörth voru kynntar til leiks. Samsett mynd/Sesselía Dan

Hjónin Birna Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann stofnendur og eigendur fyrirtækisins Jörth buðu í boð heim til sín. Hjónin búa á Eyrarbakka ásamt börnum sínum tveimur; Emblu og Nóa, en tilefni boðsins var að frumsýna nýjar vörur frá fyrirtækinu.

Hjónin tóku vel á móti gestum og skartaði heimilið sínu fegursta. 

Íslenska náttúran gefur ríkulegan innblástur

„Heimilið okkar er staðsett þar sem ís­lenska nátt­úr­an hefur gefið okkur ríku­leg­an inn­blást­ur í verk­efni sem eru okkur hug­leik­in, meðal annars fyrir fyrirtækið okkar og vörurnar sem við erum framleiða,“ segir Birna og því hafa þau valið að frumsýna vörurnar þar.

Boðið var upp á heimagerðar kræsingar, þar á meðal heimagert Kombucha og sjávarréttasúpu. Samveran var nærandi og voru gestir umvafðir náttúru og sjávarilm.

Fjórar nýjar vörur frá Jörth

Birna er doktor í heil­brigðis­vís­ind­um við Há­skóla Íslands og hefur starfað sem gest­a­rann­sak­andi við Harvard Medical School. Hún hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og hefur rannsakað áhrif næringar og lífsstíls á þarmaflóruna. Hún hefur verið að vinna að nýju vörunum í langan tíma og loksins er verkefninu lokið og vörurnar orðnar að veruleika. Nýju vörurnar, fjórar talsins, sem Birna kynnti til leiks eru Immun, Nerv, Dorm og Focuz.

Birna segir að íslensk náttúru gefi þeim hjónum ríkulegan innblástur …
Birna segir að íslensk náttúru gefi þeim hjónum ríkulegan innblástur í verkefnin sem eru þeim hugleikin. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
Eva Katrín Sigurðardóttir og Halldóra Guðlaug Þorvaldsdóttir.
Eva Katrín Sigurðardóttir og Halldóra Guðlaug Þorvaldsdóttir. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
Agga, Daníel Þórðarson og Unnur Aldís Kristinsdóttir.
Agga, Daníel Þórðarson og Unnur Aldís Kristinsdóttir. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
Erna Bergmann og Gerður Jónsdóttir.
Erna Bergmann og Gerður Jónsdóttir. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
Bettý Freyja Ásmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson.
Bettý Freyja Ásmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
Verið að njóta kræsingana.
Verið að njóta kræsingana. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
Birna og Guðmundur Ármann eru samhent í öllu því sem …
Birna og Guðmundur Ármann eru samhent í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
Birna útbjó glæsilegar og nærandi veitingar sem hún bauð gestum …
Birna útbjó glæsilegar og nærandi veitingar sem hún bauð gestum upp á. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Sjöfn Þórðardóttir.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Sjöfn Þórðardóttir. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
Kræsingarnar voru hinar girnilegustu og Birna bauð meðal annars upp …
Kræsingarnar voru hinar girnilegustu og Birna bauð meðal annars upp á sjávarréttasúpu og grænmetissúp. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
Framsetning kræsingana fangaði bæði augu og munn.
Framsetning kræsingana fangaði bæði augu og munn. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
Nýju vörurnar frá Jörth voru frumsýndar við þetta tilefni.
Nýju vörurnar frá Jörth voru frumsýndar við þetta tilefni. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
Birna og Guðmundur létu hana sérstaka poka fyrir vörurnar þar …
Birna og Guðmundur létu hana sérstaka poka fyrir vörurnar þar sem ö-ið er táknrænt fyrir Jörth. Ljósmynd/Sesselía Dan Róbertsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka