Krukkugrautur sem allir geta gert

Anna Guðný Torfadóttir býður upp á himneskan krukkugraut sem allir …
Anna Guðný Torfadóttir býður upp á himneskan krukkugraut sem allir geta gert. Samsett mynd

Hér er á ferðinni einfaldur krukkugrautur sem allir geta gert. Heiðurinn af uppskriftinni á Anna Guðný Torfadóttir hjá Heilsu og vellíðan. Hún deildi uppskriftinni og aðferðinni með fylgjendum sínum á dögunum á Instagramsíðu sinni hér.

„Þennan graut mæli ég með að borða kaldan og ef þið viljið dekra aðeins meira við hann er tilvalið að setja í hann smá kókosmjöl og lífrænan sítrónubörk. Grauturinn geymist í 3-4 daga í ísskáp,“ segir Anna Guðný.

Þessi grautur er líka tilvalinn til taka með í nesti við hvaða tilefni sem er.

Einfaldur krukkugrautur

  • 3 dl haframjöl
  • 3 dl vatn
  • 3 msk. chia fræ
  • 2 dl kókosjógúrt frá Abbot Kinneys
  • örlítið af salti

Ofan á grautinn og undir:

  • Hindber eftir smekk
  • Bláber eftir smekk
  • Hnetusmjör ef vill, til að setja í botninn eftir nóttina, þá færið þið grautinn i annað glas eða krukku (sjá myndband)

Aðferð:

  1. Finnið til góða krukku með loki.
  2. Setjið allt hráefnið saman ofan í krukkuna og hrærið vel.
  3. Gott að hræra í þessu reglulega fyrst.
  4. Setjið síðan krukkuna inn í ísskáp yfir nótt. 
  5. Takið út daginn eftir og toppið með því sem hugur ykkar girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert