„Þetta verður veisla“

Gabríel Kristinn Bjarnason matreiðslumaður og landsliðskokkur er að gefa út …
Gabríel Kristinn Bjarnason matreiðslumaður og landsliðskokkur er að gefa út sína fyrstu matreiðslubók sem ber nafn með rentu Þetta verður veisla. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Gabríel Kristinn Bjarnason, matreiðslumaður og landsliðskokkur, hefur gefið út sína fyrstu matreiðslubók. Bókin ber nafn með rentu Þetta verður veisla. Hann er þekktur fyrir hæfileika sína í matargerð og kunnáttu fyr­ir að galdra fram ­rétti sem fanga bragðlaukana.

Hann hefur frá́ unga aldri haft óbilandi ástríðu fyrir matreiðslu. Hann hefur starfað á virtum veitingahúsum hér á́ landi, keppt og þjálfað fyrir keppnismatreiðslu um allan heim og hefur í gegnum tíðina hlotið margar viðurkenningar, meðal annars silfurverðlaun með íslenska kokkalandsliðinu á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fóru í febrúar síðastliðinn.

Leiðarvísir til að töfra fram veislu á nýstárlegan hátt

Þetta er matreiðslubók fyrir þá́ sem finnst gaman að bjóða vinum og fjölskyldu heim í mat en vilja ekki hafa allt of mikið fyrir því.

Bók­ar­káp­an er í anda Gabríels og myndirnar af réttunum fang­a …
Bók­ar­káp­an er í anda Gabríels og myndirnar af réttunum fang­a augað og vek­ja áhuga. Ljósmynd/Hákon

„Hér er kominn leiðarvísir að því hvernig má gera flottan mat úr hráefni sem meðal annars leynist inni í heima og töfra fram veislu á nýstárlegan hátt. Í́ bókinni má finna frumlegar uppskriftir að smjöri og ídýfum, fingramat og veislupinnum, aðalréttum og eftirréttum,“ segir Gabríel.

„Að fá bókina loksins í hendurnar, sem ég er búinn að vinna hart að seinustu tvö ár að setja saman, er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að vera draumur hjá mér síðan ég byrjaði í matreiðslu en ég bjóst kannski ekki við að kæmi að þessu strax miðað við ungan aldur,“ segir Gabríel.

„Það er ótrúlega gaman að finna hve spennt fólkið í kringum mig er fyrir því að fara að kaupa bókina. Vonandi munu bókaeigendur töfra fram framandi veislur fyrir skemmtilegt og hungrað fólk þegar bókin er komin í höfn,“ segir Gabríel sposkur á svip.

Gabríel töfraði meðal annars fram þetta dýrðlega smjörbretti á nýstárlegan …
Gabríel töfraði meðal annars fram þetta dýrðlega smjörbretti á nýstárlegan hátt. Ljósmynd/Hákon

Ekki eins flókið og það lítur út fyrir að vera

Þakklæti er Gabríel ofarlega í huga þegar hann hugsar um tímann með öllum þeim sem komu að verkefninu á einn eða annan hátt.

„Ég vil líka nota tækifærið og þakka öllum sem komu að bókinni og vona að mataráhugafólk heima fyrir kaupi bókina og sjá að það er ekki eins flókið og það lítur oft út fyrir að vera að henda í flotta veislu.“

Gabríel er spenntur fyrir komandi tímum og hlakkar mikið til að fylgja bókinni sinni eftir.

„Næst hjá mér er að fagna komu bókarinnar, kynna fólki fyrir innihaldinu á samfélagsmiðlum með nokkrum myndböndum og mögulega gjafaleik, hver veit. Þetta verður veisla,“ segir Gabríel að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert