Hefur aukið áhuga ungs fólks á bakaraiðn og kökugerð

Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands bakarameistara veitir Sjöfn Þórðardóttur viðurkenningu …
Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands bakarameistara veitir Sjöfn Þórðardóttur viðurkenningu fyrir hönd LABAK. mbl.is/Karítas

Landssamband bakarameistara veitti Árvakri hf., útgáfufélagi Morgunblaðsins, og Sjöfn Þórðardóttur umsjónarmanni Matarvefsins viðurkenningu og þakklætisvott fyrir vandaða og góða umfjöllun um Heimsmeistaramót ungra bakara UIBC sem landssambandið hélt hér á landi dagana 3. - 5. júní 2024.

Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands bakarameistara mætti fyrir hönd LABAK í Árvakur, í Hádegismóa á dögunum þar sem Sjöfn veitti viðurkenningunum viðtöku.

Umfjöllunin dregið það jákvæða fram

„Umfjöllun umsjónarmanns Matarvefsins er mikilvægt framlag til menningar- og iðnmála á Íslandi og við skrásetningu sögulegs viðburðar,“ segir Sigurður.

„Jafnframt hafa efnistök hennar og umfjöllun dregið fram það jákvæða fram í bakaraiðn og kökugerð sem hefur aukið áhuga ungs fólks að leggja greinarnar fyrir sig. Fyrir það er Landssamband bakarameistara afar þakklátt,“ segir Sigurður ennfremur og bætir við að það skipti sköpum að vekja athygli á því góða sem gert er í iðngreinunum.

Sjöfn þakkaði Sigurði fyrir viðurkenningarnar fyrir hönd Matarvefsins og Árvakurs. Segir hún það bæði ánægjulegt og mikinn heiður að fá viðurkenningar sem þessar auk þess sé það hvatning til að halda áfram á sömu braut og gera gott enn betur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert