„Allir vitlausir í rjómabollur“

Örtröð er í bakaríum landsins á bolludaginn og nú um …
Örtröð er í bakaríum landsins á bolludaginn og nú um helgar. mbl.is/Karítas

Nei, það er ekki búið að færa bolludaginn fram í október, en Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og konditormeistari í Bernhöftsbakaríi, segir Íslendinga kunna vel að meta rjómabollur allan ársins hring.

„Íslendingar eru allir vitlausir í rjómabollur,“ segir hann. Hann segir að eftir að hann auglýsti vatnsdeigsrjómabollur til sölu um helgar í Morgunblaðinu hafi verið vitlaust að gera í bakarínu hjá sér um helgar, þótt hann hafi ekki gengið svo langt að selja bolluvendi með.

„Ég hef prófað að gera þetta áður og er mest með klassískar vatnsdeigsbollur með súkkulaði, rjóma og sultu, og það hefur verið gríðarlega vinsælt, bæði hjá Íslendingum og svo eru útlendingarnir sem koma hingað eftir að skoða Sólfarið sólgnir í bollurnar líka,“ segir hann hress.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert